Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Margrét Helga Erlingsdóttir les fréttir á Stöð 2, klukkan hálf sjö í kvöld.
Margrét Helga Erlingsdóttir les fréttir á Stöð 2, klukkan hálf sjö í kvöld.

Fjölmargar sundlaugar á landsbyggðinni voru lokaðar í dag vegna verkfalla. Lokað verður fram á þriðjudag, á þessari fyrstu ferðahelgi sumarsins. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 heyrum við í ferðalöngum sem komu að lokuðum dyrum sundlaugarinnar í Borgarnesi voru svekktir að missa af sólinni í lauginni.

Við kíkjum til Balkanskagans en Aleksander Vútitsh, forseti Serbíu, sagði í dag af sér sem formaður serbneska framfaraflokksins. Hörð mótmæli hafa geisað í Serbíu undanfarna daga vegna tveggja skotárása sem framdar voru í landinu í þessum mánuði. Mótmælendur saka stjórnvöld um að hafa ýtt undir sundrungu í samfélaginu.

Þá hittum við á hollenskan skiptinema sem hefur útbúið sér heimili í bíl sínum. Þannig getur hann ferðast um Ísland, fengið innblástur og sleppt því að leigja íbúð til að spara sér pening. 

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar klukkan hálf sjö. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×