Ólafur Ragnar og Michael Caine leiddust í London Slúðurmiðlar í Bretlandi greindu frá því að hinn 88 ára gamli, breski stórleikari Michael Caine hafi notið kvöldverðar í London í gær. Það væri ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að okkar fyrrverandi forseti, Ólafur Ragnar Grímsson, var honum við hlið. 23.7.2021 10:46
Bassi Maraj gefur út lag Hinsegin daga 2021 Raunveruleikaþáttastjarnan og tónlistarmaðurinn Bassi Maraj gaf út lagið PRIDE í dag og er um að ræða lag Hinsegin daga í ár. Hinsegin dagar fara fram dagana 3.-8. ágúst og standa fyrir hinni vinsælu Gleðigöngu. 23.7.2021 09:37
Heiðruðu Filippus á afmælismynd Georgs Georg Alexander Lúðvík, frumburður Vilhjálms Bretaprins og Katrínar hertogaynju af Cambridge, fagnar átta ára afmæli sínu í dag. 22.7.2021 16:33
Áhrifavaldarnir hafa endurheimt Instagram-reikninga sína Áhrifavaldarnir Sunneva Einarsdóttir, Ástrós Traustadóttir, Kristín Pétursdóttir og Dóra Júlía Agnarsdóttir eru á meðal þeirra sem hafa endurheimt Instagram-reikninga sína eftir að hafa orðið fyrir barðinu á tölvuþrjót. 22.7.2021 15:24
Transkona prýðir forsíðu sundfatatímarits Sports Illustrated í fyrsta sinn Fyrirsætan Leyna Bloom er fyrsta transkonan til þess að sitja fyrir á forsíðu sundfatatímarits Sports Illustrated. Hún tileinkar forsíðuna transkonum fortíðarinnar, nútíðarinnar og framtíðarinnar. 22.7.2021 13:27
Var 17 ára á Þjóðhátíð þegar hann var kallaður á sjóinn Þættirnir Á rúntinum hafa verið sýndir hér á Vísi í sumar. Nú er fyrstu seríu lokið og því vel við hæfi að líta um öxl og rifja upp nokkur góð augnablik, ásamt því að deila áður óséðu efni. 22.7.2021 11:33
„Bestu hugmyndirnar verða oft til í einhverju skemmtilegu hliðarspaugi“ Sigtryggur Baldursson er viðmælandi Bergþórs Mássonar í nýjasta þætti hlaðvarpsins Bransakjaftæði. Sigtryggur hefur komið víða við í tónlist og er í dag framkvæmdastjóri ÚTÓN, Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar. 21.7.2021 17:04
Prins Póló og Berglind búin að selja Karlsstaði Hjónin Svavar Pétur Eysteinsson, betur þekktur sem tónlistarmaðurinn Prins Póló, og Berglind Häsler hafa gengið frá sölu á jörð sinni, Karlsstöðum í Berufirði. Þar hafa hjónin rekið gistiheimili og veitingastað þar sem mikið hefur verið um tónleikahald. Þau munu þó taka vörumerkið Havarí með sér, sem áfram mun standa fyrir taumlausa gleði og listgjörninga. 21.7.2021 15:13
Bríet blæs til útgáfutónleika í Eldborg Söngkonan Bríet Ísis Elfar blæs til útgáfutónleika í haust vegna plötu sinnar Kveðja, Bríet. Öllu verður tjaldað til á tónleikunum sem fara fram í Eldborgarsal Hörpu þann 11. september. 21.7.2021 13:43
Þriggja ára dóttir Kylie Jenner gefur út eigið vörumerki Hin þriggja ára gamla Stormi Webster, dóttir viðskiptamógúlsins og raunveruleikastjörnunnar Kylie Jenner, mun feta í fótspor móður sinnar og gefa út sitt eigið vörumerki von bráðar. 21.7.2021 12:08