Fréttamaður

Elma Rut Valtýsdóttir

Elma er fréttamaður á fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Evu Cassidy dreymir um að feta í fótspor frænku sinnar

Eva Cassidy syngur í kirkjukór og dreymir hana um að taka þátt í Vælinu, söngvakeppni Verzlunarskólans. Það er þó ekki sú Eva Cassidy sem okkur flestum er kunnug, heldur fimmtán ára gömul frænka hennar og nafna sem á ekki langt að sækja sönghæfileikana.

Yeezy-klædd Kim Kar­dashian leiðir nýja kærastann

Síðustu vikur hafa allra augu verið á raunveruleikastjörnunni Kim Kardashian og grínistanum Pete Davidson sem eru sögð eiga í ástarsambandi. Birta Líf Ólafsdóttir fór yfir málið í Brennslutei vikunnar.

Taylor trú­lofast Taylor

Leikarinn og Twilight-stjarnan Taylor Lautner er trúlofaður kærustu sinni sem heitir því skemmtilega nafni Taylor Dome. Hún er þó alltaf kölluð Tay, enda gæti annað valdið ruglingi.

Lindsay Lohan snýr aftur í rómantískri jólamynd

Leikkonan og barnastjarnan Lindsay Lohan snýr aftur á skjáinn eftir langa fjarveru. Hún fer með aðalhlutverk í rómantískri gamanmynd sem væntanleg er á Netflix um jólin á næsta ári.

Endaði með matar­eitrun á bif­véla­verk­stæði í Qu­eens

Hermann kom auga á Alexöndru þegar hún fór að vinna í sömu byggingu og hann. Hún var fallegasta manneskja sem hann hafði nokkurn tímann augum litið og því gerði hann sér upp ýmsar afsakanir til þess að heimsækja verslunina sem hún var að vinna í. Þegar hann ákvað loks að taka af skarið og hringja í hana, var Alexandra viss um að um símaat væri að ræða.

Berst fyrir mál­efnum barna að­eins tólf ára gamall

Vilhjálmur Hauksson er tólf ára drengur með sterka réttlætiskennd. Hann situr í ráðgjafahópi Umboðsmanns barna þar sem hann berst fyrir málefnum fatlaðra barna. Sjálfur er hann með hreyfihömlunina CP ásamt því að vera greindur með Asperger.

Segir ís­lensk börn fara allt of seint að sofa

„Þetta er bara vandamál hjá íslensku þjóðinni í dag. Börn eru að fara allt of seint að sofa,“ segir Ásgerður Guðmunds hjá Vinnuheilsu í viðtali við Ósk Gunnars á FM957. Hún segir ábyrgðina liggja hjá fullorðna fólkinu.

Sjá meira