
15 dagar í Idol: „Ég man nákvæmlega eftir augnablikinu þegar nafn mitt var kallað“
Idolstjarnan Kalli Bjarni hefur marga fjöruna sopið síðan hann stóð á sviði Vetrargarðsins fyrir tæpum tveimur áratugum síðan. Hann segist vera í góðu jafnvægi í dag, hyggst gefa út nýja tónlist á næstunni og er spenntur að sjá nýja kynslóð spreyta sig í Idolinu á Stöð 2 nú í vetur.