Helgi Ómars kominn á fast: „Þetta var bara skrifað í stjörnurnar“ Ljósmyndarinn, hlaðvarpsstjórnandinn og lífskúnstnerinn Helgi Ómarsson er kominn á fast. Sá heppni heitir Pétur Björgvin Sveinsson. Í samtali við Vísi segist Helgi aldrei hafa verið hamingjusamari en nú. 15.11.2022 14:41
Ellefta barnið komið í heiminn og það tólfta á leiðinni Barnamaskínan Nick Cannon er orðinn ellefu barna faðir. Hann eignaðist dótturina Zeppelin Cannon á þeim flotta degi 11.11. með plötusnúðinum Abby De La Rosa. Zeppelin er þá fjórða barnið sem Cannon eignast á þessu ári en það fimmta er væntanlegt í desember. 15.11.2022 13:32
10 dagar í Idol: „Ég held að þú sért poppstjarna dulbúin sem barnapía“ Síðasta Idolstjarna okkar Íslendinga var krýnd árið 2009. Það var hin 21 árs gamla Hrafna Hanna Elísa frá Djúpavogi sem bar sigur úr býtum. Væntanlegur sigurvegari nýju þáttaraðarinnar í vetur mun því taka við keflinu af Hröfnu. 15.11.2022 09:01
Edrú í þúsund daga og einhleyp á ný Það er óhætt að segja að leikkonan og handritshöfundurinn Dóra Jóhannsdóttir standi á miklum tímamótum í sínu lífi. Samkvæmt heimildum Vísis hafa Dóra og eiginmaður hennar, Egill Egilsson, haldið í sitthvora áttina. 14.11.2022 15:23
11 dagar í Idol: Var fyrsta konan til þess að negla Pál Óskar Það var spennuþrungið andrúmsloft í Vetrargarðinum fyrir sextán árum síðan þegar þau Ína Valgerður og Snorri stóðu aðeins tvö eftir í úrslitaþætti Idol. 14.11.2022 09:17
12 dagar í Idol: Bubba var nóg boðið og stormaði út Dómararnir voru ekki alveg sammála eftir fyrstu áheyrnarprufur hins lífsglaða Benedikts Van Hoof á Hótel Loftleiðum fyrir sautján árum síðan. 13.11.2022 11:30
13 dagar í Idol: Manst þú eftir félögunum Arnari og Gunnari? „Þið tveir ættuð eiginlega bara að flétta hárið ykkar saman og labba eins og síamstvíburar í einni og sömu lopapeysunni í leiklistarskólann.“ Þetta hafði Idol dómarinn Páll Óskar að segja eftir áheyrnarprufu félaganna Arnars og Gunnars. 12.11.2022 13:01
14 dagar í Idol: Hildur Vala hafði rétt fyrir sér „Ég ætla að vinna Idol keppnina, af því ég held ég geti það,“ sagði hin 23 ára gamla Hildur Vala Einarsdóttir þegar hún mætti í sínar fyrstu prufur á Hótel Loftleiðum í ágúst árið 2004, ásamt um 1400 öðrum keppendum. 11.11.2022 13:30
Flóni er orðinn faðir Tónlistarmaðurinn vinsæli Flóni er orðinn faðir. Hann greindi frá þessum gleðitíðindum á Instagram síðu sinni nú í morgun. 11.11.2022 12:09
Fyrsta sýnishorn úr íslensku gamanmyndinni Villibráð Vísir frumsýnir hér fyrstu stiklu úr gamanmyndinni Villibráð. Landslið íslenskra leikara kemur saman í þessari stórhættulegu kvikmynd undir leikstjórn Elsu Maríu Jakobsdóttur. 11.11.2022 10:12