Bjarni Ben, Daníel Ágúst og Vigdís Finnboga skelltu sér í leikhús Leikritið Mátulegir var frumsýnt með pompi og prakt í Borgarleikhúsinu á föstudaginn. Það eru þeir Halldór Gylfason, Hilmir Snær Guðnason, Jörundur Ragnarsson og Þorsteinn Bachmann sem fara með hlutverk í þessari sviðsútgáfu af dönsku Óskarsverðlaunakvikmyndinni Druk. 3.1.2023 11:31
Róbert Wessman og Ksenia eiga von á barni Róbert Wessman, stofnandi Alvotech, og eiginkona hans Ksenia Shakhmanovu eiga von á barni á nýju ári. Róbert tilkynnti gleðitíðindin á Instagram síðu sinni. 3.1.2023 10:12
Sóli útskrifaður úr fimm ára krabbameinseftirliti: „Ég er hrikalega lánsamur einstaklingur“ Grínistinn Sóli Hólm er formlega útskrifaður úr eftirliti vegna krabbameins sem hann greindist með fyrir rúmum fimm árum síðan. Í samtali við Vísi segist Sóli vera þakklátur og segir hann gott að byrja árið á svona jákvæðum nótum. 2.1.2023 15:49
Fjölgun í Jenner fjölskyldunni á nýju ári Raunveruleikastjarnan Brody Jenner, bróðir þeirra Kylie og Kendall Jenner, á von á sínu fyrsta barni með kærustu sinni Tiu Blanco. 2.1.2023 14:56
Stjörnulífið: Bónorð, glimmer og miðnæturkossar Árið 2022 heyrir nú sögunni til og er nýtt ár gengið í garð. Á þessum tímamótum virðist þakklæti vera ofarlega í hugum flestra. Þá voru glimmer og glamúr að sjálfsögðu allsráðandi um helgina. 2.1.2023 12:30
Þórdís Björk skellti sér á skeljarnar á miðnætti Leik- og söngkonan Þórdís Björk Þorfinnsdóttir skellti sér á skeljarnar á miðnætti þegar nýtt ár gekk í garð. Hún og kærasti hennar, tónlistarmaðurinn Júlí Heiðar Halldórsson voru þó þegar trúlofuð. Júlí bað Þórdísar í maí á síðasta ári en Þórdísi fannst Júlí þurfa að fá hring líka. 2.1.2023 08:41
Upplifir öðruvísi jól í ár: „Það verður alvöru jólasól og stemning“ Þetta stefnir í eftirminnileg jól hjá tónlistarkonunni Guðrúnu Ýr Eyfjörð eða GDRN. Ekki nóg með það að hún sé að fara halda sín fyrstu jól erlendis, þá eru þetta einnig hennar fyrstu jól sem móðir. Guðrún er viðmælandi í Jólamola dagsins. 24.12.2022 11:02
Héldu alvöru partý fyrir góðan málstað Umboðsstofan Móðurskipið hélt á dögunum glæsilegan góðgerðarviðburð til styrktar Mæðrastyrksnefnd. Uppistandarinn Jóhann Alfreð stýrði jólabingói ásamt því að gestir gátu tekið lagið í sérstöku jólakaraoke. 23.12.2022 16:00
Fólk ætti að slaka á væntingunum fyrir jólin: „Það er rosaleg geðveiki í gangi“ Hátíð ljóss og friðar getur verið erfiður tími fyrir marga af ýmsum ástæðum. Allt of margir miða sig við jólaglansmyndina sem birtist okkur á samfélagsmiðlum og eru svo með nagandi samviskubit yfir því að raunveruleikinn sé allt annar. 23.12.2022 12:01
Var fram á aðfangadag að vinna að jólakveðju fyrir Apple: „Þetta var svo geggjað draumaverkefni“ Ljósmyndarinn og myndlistarkonan Saga Sig nýtur sín vel í jólaösinni. Hún elskar að velja gjafir og brasa fyrir jólin, eitthvað sem mörgum þykir stressandi. Gjafainnpökkunin er þó eitthvað sem liggur ekki vel fyrir henni en hún bjargar sér með frumlegum leiðum. Saga Sig er viðmælandi í Jólamola dagsins. 23.12.2022 09:00