

Fréttamaður
Brunavarnir Suðurnesja voru kallaðar út að Holtaskóla í Reykjanesbæ í kvöld vegna elds í gámi á skólalóð skólans. Slökkvistarf tók fljótt af en skjót viðbrögð slökkviliðsmanns á frívakt auðvelduðu verkið.
Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins kallaði fyrr í dag eftir neyðarfundi hjá velferðarnefnd vegna ástandsins sem myndast hefur á bráðamóttöku Landspítalans. Hann segir nauðsynlegt að gera eitthvað í málunum.
Forsýning á kvikmyndinni Villibráð fór fram í kvöld í Smárabíói. Fréttakona okkar, Elísabet Inga Sigurðardóttir tók leikara og leikstjóra myndarinnar tali rétt fyrir forsýningu fyrr í kvöld.
Rúta fór út af vegi við Kirkjubæjarklaustur og valt á hliðina rétt í þessu.
Runólfur Þórhallsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá greiningardeild ríkislögreglustjóra, segir að reglulegt verklag hafi farið af stað á þriðja tímanum í dag þegar boð barst frá bandaríska sendiráðinu um dularfulla pakkasendingu. Tveir starfsmenn sendiráðsins voru sendir á sjúkrahús í varúðarskyni. Ekkert amar að þeim.
Veganúar hófst formlega með opnunarpartýi í Bíó Paradís fyrr í kvöld. Veganúar er nú haldinn hátíðlegur í níunda sinn og segir Valgerður Árnadóttir, formaður Samtaka grænkera, margt hafa breyst á þessum tíma.
Fallinn stofnandi rafmyntafyrirtækisins FTX, Sam Bankman-Fried sagðist fyrr í dag saklaus fyrir rétti í New York ríki í Bandaríkjunum.
Eldur kviknaði í sölu- og veitingaskála á Hörgslandi í Skaftárhreppi nærri Kirkjubæjarklaustri í dag. Ljóst er að um stórtjón er að ræða.
Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri var valinn maður ársins af fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar og var valið kynnt í Kryddsíld á gamlársdag. Ásgeir segist sofa vel á næturnar þrátt fyrir ábyrgð í starfi og vera kurteis maður, að minnsta kosti að mati mömmu sinnar.
Sigurjón Kjartansson, einn framleiðenda og handritshöfunda Áramótaskaupsins, segir það hafa verið hugað hjá handritshöfundum að gera grín að stöðu fatlaðra í leikhúsheiminum í hjólastólasketsi í Skaupinu. Hann nefnir sketsinn sem einn af sínum uppáhalds.