Miklu líklegra að þau fari aftur heim og lendi í bílslysi Eyþór Kamban Þrastarson og eiginkona hans, Emily Pylarinou komu til landsins á föstudagskvöld eftir að hafa verið bannað að fljúga með flugfélaginu SAS án fylgdar. Eyþór og Emily eru bæði blind og voru að ferðast frá Grikklandi með dóttur sína sem er eins árs. Fjölskyldan býr í Grikklandi en vildi ferðast til Íslands til þess að eyða jólum og áramótum með fjölskyldu hérlendis. Eyþór segir gott að komast heim en þau séu að íhuga næstu skref í málinu. 11.12.2022 21:21
Ökumaður tilkynntur til barnaverndar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í dag. Þónokkrir ökumenn voru stöðvaðir fyrir að aka gegn rauðu ljósi, enn aðrir sviptir ökuréttindum og var eitt mál borið á borð barnaverndar. Þá olli mannlaus bifreið árekstri við Smáralind. 11.12.2022 20:23
Spennuþrungið andrúmsloft í Karphúsinu og viðræður á viðkvæmu stigi Ljóst er að fundað verður fram á kvöld í Karphúsinu en fjölmiðlabann er þar í gildi að beiðni ríkissáttarsemjara. 11.12.2022 19:59
Triangle of Sadness sankaði að sér verðlaunum Kvikmyndin „Triangle of Sadness“ sankaði að sér verðlaunum á Evrópsku kvikmyndahátíðinni sem fram fór í 35. sinn í kvöld í Hörpu. 11.12.2022 00:39
„Manni finnst í raun og veru þessi framkoma hryllilega skítleg“ Sjómanni sem starfað hefur hjá útgerðinni Brimi í um áratug var greint frá því nú á miðvikudag að hann muni ekki getað hafið störf aftur á skipinu sem hann hefur starfað á þegar skipið kemur úr slipp. Það gerist í kjölfar þess að hann skilaði inn veikindavottorði vegna áfalls sem hann varð fyrir þegar ráðist var inn á heimili vinahjóna hans með þeim afleiðingum að konan lést og besti vinur hans var hætt kominn. 11.12.2022 00:00
Synt í kringum einiberjarunn í Þingvallavatni Jólaball Sportkafarafélags Íslands var haldið í morgun í blíðskaparveðri ofan í Þingvallavatni. Ballið er haldið í byrjun desember ár hvert og tóku tugir kafara þátt í þetta sinn. 10.12.2022 22:01
„Þegar þolinmæðin þrýtur þá tekur þrautseigjan við“ Fundað var fram á kvöld í Karphúsinu í dag þar sem VR, samflot iðn- og tæknifólks og samtök iðnaðarins settust niður saman, enda mikið undir. Ríkissáttasemjari segir vinnuna reyna á þrautseigju fólks. 10.12.2022 21:00
Heppnin sveif yfir Sauðárkróki Heppnin sveif greinilega yfir Sauðárkróki þegar lottómiði var keyptur á N1 en miðinn skilaði kaupandanum 36,5 milljónum króna í vinning. 10.12.2022 20:23
Eldur í álverinu í Straumsvík Eldur kviknaði í vinnuvél inni í skála í álverinu í Straumsvík klukkan 18:30. Fjórir dælubílar voru sendir á vettvang. 10.12.2022 18:46
Stjórnvöld skapa rammann og nauðsynlegt að sýna þeim þrýsting Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar segir stjórnvöld bera ábyrgð á því að setja umgjörð utan um íbúðamarkaðinn. Hún vísar því á bug að stjórnvöld hafi gert það sem þau geti til þess að sporna við hækkunum. 8.12.2022 23:18
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent