Fréttamaður

Elín Margrét Böðvarsdóttir

Elín Margrét er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Sögu­legur NATO-fundur, umræðumet í upp­siglingu og af­mæli í Heið­mörk

Íslendingar þurfa að vera tilbúnir, sýna raunsæi og taka virkan þátt hvað lýtur að varnar- og öryggismálum á Norðurslóðum. Þetta segir forsætisráðherra sem meðal annars hvatti Bandaríkjaforseta til að beita sér fyrir vopnahléi á Gasa á sögulegum leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins í dag.

Orð Krist­rúnar vöktu „gott bros“ Banda­ríkja­for­seta

Leiðtogafundur Atlantshafsbandalagsins sem fram fór í Haag í Hollandi í dag gekk vel og mikil samstaða var í hópi leiðtoga að sögn Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra. Hún segir að mikill skilningur ríki gagnvart stöðu Íslands sem herlauss ríkis en hún lagði á fundinum meðal annars áherslu á áframhaldandi stuðning við Úkraínu, öryggismál á Norðurslóðum og hvatti bandalagsríki, einkum Donald Trump Bandaríkjaforseta, til að beita sér fyrir vopnahléi á Gasa.

Reiður Trump, fiskeldisáform í Eyja­firði og fjölbragðaglíma

Stjórnvöld í Íran og Ísrael hafa sakað hvort annað um brot á vopnahléi í dag en mikil óvissa ríkir um hvort vopnahlé muni halda. Í kvöldfréttum Sýnar á eftir verður rætt við íslenskan prófessor í sagnfræði Miðausturlanda sem segir að öllum yfirlýsingum stjórnvalda í Íran, Ísrael og í Bandaríkjunum beri að taka með miklum fyrirvara.

„Lög­reglan var ekki að gera það í fyrsta sinn“

Dómsmálaráðherra lýsir áhyggjum af auknum innflutningi fíkniefna til landsins, og segir tilfelli þar sem einstaklingar sem tengjast erlendum glæpagengjum koma til Íslands vera mun algengari en fólk átti sig á. Aukið magn fíkniefna sem haldlagt er á landamærum sé þó jafnframt til marks um árangur.

Upp­nám á Al­þingi og í beinni frá Bíladögum

Alþingi kom saman í dag til að ræða frumvarp um bókun 35 sem hefur nú verið á dagskrá í um sextíu klukkustundir í annarri umræðu. Þingfundir fara afar sjaldan fram á sunnudegi og varð ákvörðun forseta Alþingis þar um þrætuepli meðal þingmanna í dag.

Hin grunaða með stunguáverka og blindflug án sam­ræmds náms­mats

Frönsk kona er grunuð um að hafa orðið eiginmanni sínum og dóttur á þrítugsaldri að bana á hótelherbergi á Edition í Reykjavík. Konan var flutt af vettvangi með stunguáverka. Farið verður fram á gæsluvarðhald yfir konunni, en rannsókn málsins er á frumstigi.

Sjá meira