Ánægð með ráðherra VG sem lögðust gegn hugmyndum um framkvæmdir á vegum NATO Rósa Björk Brynjólfsdóttir, varaformaður utanríkismálanefndar, segir að hugmyndir um framkvæmdir á vegum Atlantshafsbandalagsins á Suðurnesjum hafi ekki verið formlega ræddar á vettvangi þingsins. 14.5.2020 13:19
Stúdentahreyfingin telur aðgerðirnar ekki duga til Ríki og sveitarfélög ætla að bjóða 3.400 hundruð sumarstörf sem sköpuð verða sérstaklega fyrir námsmenn. Fulltrúar stúdentahreyfingarinnar telja aðgerðir sem stjórnvöld kynntu í dag ekki duga til. 13.5.2020 19:48
Lög um vernd uppljóstrara „framfaraskref fyrir aukið gagnsæi og heilbrigðara samfélag“ Forsætisráðherra segir lögin styrkja stöðu þeirra sem í góðri trú greina frá lögbrotum eða ámælisverðri háttsemi. 13.5.2020 11:57
Heimilisofbeldismálum fjölgar mikið milli mánaða Heimilisofbeldismálum hefur fjölgar mikið milli mánaða en hátt í áttatíu tilkynningar um heimilisofbeldi bárust lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í apríl. Tilkynningum um kynferðisbrot hefur aftur á móti fækkað. 12.5.2020 19:44
Ríkisstjórnin kynnir breytingar á ferðatakmörkunum síðar í dag Ríkisstjórnin hyggst boða til blaðamannafundar síðar í dag þar sem kynntar verða breytingar á ferðatakmörkunum sem tengjast kórónuveirufaraldrinum. 12.5.2020 12:17
Flugmenn bjóðast til að taka á sig fjórðungslækkun Félag íslenskra atvinnuflugmanna hefur gert samninganefnd Icelandair tilboð sem felur í sér kjaraskerðingu upp á 25 prósent. Samninganefndir þeirra sitja nú á fundi sem búist er við að standi fram á kvöld. 10.5.2020 19:55
Segir ríkisstjórnina fasta í sandkassaleik og skotgrafahernaði Þingmaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina stunda sandkassaleik og skotgrafahernað á tímum neyðarástands. 7.5.2020 21:15
Gera ráð fyrir 38 milljörðum vegna hlutabótaleiðar Samkvæmt upplýsingum fréttastofu verður í nýju frumvarpi til fjáraukalaga gert ráð fyrir 38 milljörðum króna vegna hlutabótaleiðarinnar og 25 milljörðum vegna greiðslu hluta launa í uppsagnarfresti. 7.5.2020 20:31
9% samdráttur á árinu samkvæmt sviðsmyndagreiningu stjórnvalda Hagkerfið gæti aftur á móti vaxið um fimm prósent strax á næsta ári. Atvinnuleysi á ársgrundvelli gæti farið yfir 10%. 7.5.2020 19:24
Frumkvæðisathugun á hæfi Kristjáns Þórs sett á ís Frumkvæðisathugun stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á hæfi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra vegna Samherjamálsins hefur verið sett á ís vegna kórónuveirufaraldursins. Formaður nefndarinnar segir málinu þó hvergi lokið. 7.5.2020 13:00