„Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sterkar vísbendingar eru um að breytingar sem boðaðar eru í nýrri lánastefnu ríkisins geti leitt til lægri fjármagnskostnaðar ríkisins. Þetta segir fjármála- og efnahagsráðherra sem kynnti nýja stefnu í lánamálum ríkisins í gær. Stefnunni er einkum ætlað að bregðast við uppgjöri ÍL-sjóðs fyrr á árinu. 30.12.2025 12:01
Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Ýmsar gjalda- og skattahækkanir og aðrar breytingar taka gildi um áramótin, en fjármagnstekjuskattur vegna leigutekna gæti í ákveðnum tilfellum hækkað um tugi þúsunda á mánuði. Fjármálaráðherra vill meina að ríkisstjórnin hafi ekki hækkað skatta á „venjulegt vinnandi fólk“ og segir að áhrif á heimilin ættu ekki að vera mikil. Þá kveðst hann stoltastur af þeim breytingum sem gerðar voru á veiðigjaldinu í ár, af þeim breytingum sem gerðar hafa verið á sköttum og gjöldum á árinu. 29.12.2025 23:05
Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Fjórir erlendir ferðamenn voru fluttir með þyrlum Landhelgisgæslunnar á slysadeild í Reykjavík eftir árekstur tveggja bifreiða á Suðurlandi í gær. Tildrög slyssins eru til rannsóknar. 29.12.2025 11:43
„Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum Íbúar Úkraínu glíma við nær daglegt rafmagnsleysi og svefnfriður er jafnan lítill þegar hvað mest lætur í árásum Rússa. Íslendingur í Kænugarði segir umfang loftárása Rússa hafa tífaldast frá því í fyrra með tilliti til fjölda vopna sem nýtt eru til árása á Úkraínu. Það sé til marks um mikla framleiðslugetu Rússa sem sé ekki aðeins áhyggjuefni fyrir Úkraínu heldur Evrópu alla. 28.12.2025 17:51
Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Íbúar Úkraínu glíma við nær daglegt rafmagnsleysi og heitavatnsskort og svefnfriður er jafnan lítill þegar hvað mest lætur í árásum Rússa. Íslendingur í Kænugarði segir umfang loftárása Rússa hafa tífaldast frá því í fyrra með tilliti til fjölda vopna sem skotið er á Úkraínu. Það sé til marks um mikla framleiðslugetu Rússa sem sé ekki aðeins áhyggjuefni fyrir Úkraínu heldur Evrópu alla. 28.12.2025 11:53
Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Kostnaður umhverfis- orku, og loftslagsráðuneytisins vegna kaupa á þjónustu frá almannatenglum og auglýsingastofum hefur numið hátt í einni milljón króna á þessu ári, sem er um fjögur hundruð þúsund krónum minna en ráðuneytið varði í slíka þjónustu í fyrra. Ráðuneytið naut meðal annars aðstoðar slíkra sérfræðinga í tengslum við hringferð ráðherra um orkumál í fyrra og vegna leiðréttingar á landsákvörðuðu framlagi Íslands gagnvart Parísarsamningnum. 27.12.2025 15:43
Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Það var að eigin frumkvæði lögreglu sem ráðist var í lokanir fjögurra verslana á höfuðborgarsvæðinu í gær vegna gruns um ólöglega sölu áfengis á hátíðardögum. Forsvarsmenn fyrirtækjanna gætu átt sekt yfir höfði sér fyrir brot á reglugerð um smásölu og áfengisveitingar, að sögn Árna Friðleifssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 27.12.2025 13:34
Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Samherji gæti tvöfaldast að stærð nái áform í landeldi fram að ganga að sögn forstjóra félagsins. Félagið hyggist ráðast í þrjátíu milljarða króna fjárfestingu í greininni á næstu misserum með innlendum og erlendum fjárfestum. 27.12.2025 11:56
Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Jaðrskjálfti af stærð 3,1 varð við Kleifarvatn laust fyrir klukkan tvö í nótt. Veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir skjálftann ekki tengjast auknum líkum á eldvirkni. 27.12.2025 10:24
Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Ekkert er því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa Þórsdóttir snúi aftur í embætti ráðherra ef svo fer að Flokkur fólksins þurfi að stokka upp í ráðherraliði sínu. Þetta segir stjórnmálafræðingur sem rætt verður við í kvöldfréttum Sýnar, en hann segir mikilvægt að eyða óvissu um skipan ráðherraembætta til lengri tíma. Sem stendur gegnir Inga Sæland þremur ráðherraembættum. 23.12.2025 18:22