Ferjan Baldur vélarvana með 111 um borð Farþegaferjan Baldur er vélarvana á Breiðafirði um 300 metra frá landi með 111 um borð. Þyrla Landhelgisgæslunnar er á leiðinni á staðinn og verður þar til taks. 18.6.2022 10:33
23 seglbátar til Fáskrúðsfjarðar eftir að óveður batt enda á alþjóðlega siglingarkeppni Siglingakeppnin Vendée Arctique hefur verið stöðvuð vegna slæmra veðurskilyrða. Til stóð að láta 25 keppendur sem lögðu af stað frá Frakklandi seinasta sunnudag sigla hringinn í kringum Ísland áður þeir sneru aftur til sjávarþorpsins Les Sables d'Olonne. 18.6.2022 08:55
Gular viðvaranir í gildi vegna hvassviðris og lítið ferðaveður Gular veðurviðvaranir eru í gildi á Suðurlandi, Austfjörðum og Suðausturlandi vegna hvassviðris. Ekkert ferðaveður er fyrir ökutæki og tengivagna sem taka á sig mikinn vind. 18.6.2022 08:09
Unnendur pönnupizzu þurfi ekki að örvænta Ekki hefur verið hægt að panta pönnupizzur á veitingastöðum Domino‘s frá því á miðvikudag vegna vöruskorts hjá birgja fyrirtækisins. Tafir hjá erlendum dreifingaraðila hafa gert það að verkum að jurtafituflögur sem þarf í deigið hefur ekki borist til landsins. 18.6.2022 07:50
25 hjúkrunarfræðingar hætt eða sagt upp störfum á bráðamóttöku Alls hafa 25 hjúkrunarfræðingar hætt störfum eða sagt upp á bráðamóttöku Landspítalans á þessu ári. Þar af hafa þrettán þegar hætt störfum og nokkrir lækkað starfshlutfall sitt en tólf til viðbótar hafa sagt upp á allra síðustu vikum. 18.6.2022 07:28
Varla útskrifaður þegar hausaveiðari frá Apple hafði samband Þrír dagar liðu frá því að Edvard Dagur Edvardsson útskrifaðist sem hönnuður frá listaháskóla í San Francisco í Bandaríkjunum þar til að starfsmaður tæknirisans Apple hafði samband og bauð honum að starfa hjá fyrirtækinu. 18.6.2022 07:00
Icelandair hyggst bæta við sig fjórum Boeing 737 MAX þotum Icelandair hefur undirritað viljayfirlýsingu um kaup á fjórum Boeing 737 MAX flugvélum. Vélarnar eru framleiddar árið 2018 og gert er ráð fyrir að þær verði afhentar haustið 2022. Með þessari viðbót verður félagið með átján 737 MAX vélar í rekstri. 16.6.2022 17:20
Alvarlegt umferðarslys austur af Vík Alvarlegt umferðarslys varð á Þjóðvegi 1 við Kúðafljót austur af Vík um klukkan 15:50 í dag þar sem bifreiðar úr gagnstæðum áttum rákust saman. 16.6.2022 17:09
Bensínverð ekki náð methæðum að raunvirði og geti enn hækkað Þrátt fyrir að bensínverð hafi aldrei verið hærra í krónum talið í kjölfar umtalsverðra hækkana er enn nokkuð í að bensínverð nái hæstu hæðum á Íslandi. 16.6.2022 16:10
Áslaug Thelma hafði betur gegn Orku náttúrunnar í Landsrétti Landsréttur sneri í dag við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, fyrrverandi forstöðumanns einstaklingssviðs Orku náttúrunnar (ON), gegn fyrirtækinu. ON hyggst una niðurstöðunni og ætlar ekki að áfrýja. 16.6.2022 14:58