Búi sig undir að stríðið í Úkraínu geti staðið yfir í nokkur ár Vesturlönd þurfa að búa sig undir langvarandi stríðsátök í Úkraínu og halda áfram að styðja við stjórnvöld þar til að aftra frekari árásumVladimírs Pútín Rússlandsforseta. Þetta segja leiðtogar Bretlands og NATO. 19.6.2022 15:20
Airport Direct segir hegðun bílstjórans óásættanlega Flautuleikaranum Pamelu De Sensi brá heldur í brún um borð í rútu Airport Direct í gær þegar hún sá bílstjórann ítrekað líta niður á síma sinn á meðan akstri stóð. Framkvæmdastjóri Airport Direct segir hegðunina vera óásættanlega og að rætt verði við starfsmanninn. 19.6.2022 12:17
Útblástur, rammaáætlun og Logi Einars til umræðu í Sprengisandi Útblástur mannvirkjagerðar, rammaáætlun, brotthvarf Loga Einarssonar úr formannsstól Samfylkingarinnar og samkeppnismál verða til umræðu í Sprengisandi á Bylgjunni sem hefst klukkan 10. 19.6.2022 10:00
Mikið í húfi fyrir Macron í þingkosningunum í dag Frakkar ganga að kjörborðinu í dag þegar seinni umferð frönsku þingkosninganna fer fram, viku eftir að sókn vinstri bandalags Jean-Luc Mélenchon ógnaði óvænt meirihluta Macron í neðri þingdeildinni. 19.6.2022 08:58
Uffe Ellemann-Jensen látinn Uffe Ellemann-Jensen, fyrrverandi utanríkisráðherra Danmerkur og formaður flokksins Venstre, er látinn. Hann átti lengi í baráttu við krabbamein og var áttræður þegar hann lést. 19.6.2022 08:21
Skar mann á fæti með brotinni flösku Maður réðst á dyravörð í miðborg Reykjavíkur á þriðja tímanum í nótt og skar hann á fæti með brotinni flösku, að sögn lögreglu. Maðurinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu vegna rannsóknar málsins. 19.6.2022 07:57
Allt að 22 stiga hiti í dag Í dag er spáð suðvestanátt, átta til fimmtán metrum á sekúndu, hvassast norðvestanlands. Gert er ráð fyrir rigningu með köflum í flestum landshlutum. Byrjar fyrst að rigna vestantil fyrir hádegi en ekki fyrr en síðdegis austanlands. Hiti tíu til 22 stig, en hlýjast fyrir austan. 19.6.2022 07:22
Borgar Búi kom ekki til greina Milla Ósk Magnúsdóttir, aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra og Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík létu skíra son sinn við fallega athöfn á þjóðhátíðardeginum í gær. 18.6.2022 14:47
Algjörlega óboðlegt að leggja líf fólks í hættu Bæjarstjórn Vesturbyggðar og sveitarstjórn Tálknafjarðarhrepps segir margoft hafa verið bent á það öryggisleysi sem fylgi því að vera með gamalt skip í siglingum yfir Breiðafjörð sem hafi ítrekað bilað. Breiðafjarðarferjan Baldur varð vélarvana í Breiðafirði í morgun, einungis nokkrum mínútum eftir að hún fór frá landi. 18.6.2022 14:08
Alltaf hætta á ferðum þegar skip séu svo nálægt klettum og landi Yfir hundrað farþegar bíða eftir því að komast í land eftir að farþegaferjan Baldur varð vélarvana á Breiðafirði í morgun, nokkrum mínútum eftir að hún lagði úr höfn frá Stykkishólmi. 18.6.2022 12:53