Fréttamaður

Eiður Þór Árnason

Eiður er fréttamaður á Vísi, Stöð 2 og Bylgjunni.

Nýjustu greinar eftir höfund

„Þeim var víst drullu­sama um fatlaða há­skóla­nemann“

Áslaug Ýr Hjartardóttir var meðal þeirra 2.832 nemenda sem brautskráðust frá Háskóla Íslands í gær við hátíðlega athöfn. Líkt og öðrum kandídötum óskaði hún þess að taka við skírteini eftir stranga skólagöngu en ólíkt flestum er Áslaug lögblind, heyrnarlaus og í hjólastól, og þarf því gjarnan meiri stuðning en aðrir nemendur.

Lýð­ræðis­flokkur Mit­sotakis með stór­sigur í Grikk­landi

Lýðræðisflokkur forsætisráðherra Grikklands vann stórsigur í þingkosningum sem fram fóru þar í landi í dag. Mældist íhaldsflokkur Kyriakos Mitsotakis með rétt yfir 40% atkvæða þegar tölur höfðu borist frá um 90% kjörstaða á landsvísu. Á sama tíma mælist hinn vinstri sinnaði Syriza-flokkur með undir 18% fylgi.

Skjálftar í Kötlu

Óvenjumikil skjálftavirkni hefur verið í Kötlu í Mýrdalsjökli frá því í gær og hafa þrír skjálftar yfir 3,0 að stærð mælst þar á rúmum sólarhring. Minna hefur verið um skjálfta síðdegis í dag og er enginn gosórói sjáanlegur. Ekki er óalgengt að skjálftar finnist á þessu svæði.

Minnst 55 látnir í átökum á Indlandi og 260 á sjúkrahúsi

Minnst 55 hafa látist í átökum í fylkinu Manipur í Indlandi og 260 til viðbótar lagðir inn á sjúkrahús eftir að átök brutust út milli Kuki og Meitei þjóðarbrotanna fyrr í þessari viku. Hóparnir hafa átt í hörðum bardögum á götum fylkishöfuðborgarinnar Imphal og sýnir myndefni svartan reyk frá bifreiðum og byggingum sem standa í ljósum logum.

Sólin sest á Granda

Sólum Jógastúdíói á Fiskislóð í Reykjavík hefur verið lokað eftir um átta ára starfsemi. Stöðin var lengst af í eigu Sólveigar Þórarinsdóttur, sjúkraþjálfara og jógakennara sem stofnaði Sólir eftir að hún hætti störfum sem verðbréfamiðlari og sneri sér alfarið að jóganu.

Sjá meira