Fólki sem hefur verið án atvinnu í meira en ár fjölgað um 156 prósent Heildaratvinnleysi mældist 12,1% hér á landi í desember sem er óveruleg aukning frá nóvermber. Þar af var almennt atvinnuleysi 10,7% í desember og atvinnuleysi tengt minnkuðu starfshlutfalli 1,4%. Vinnumálastofnun spáir því að almennt atvinnuleysi aukist í janúar og verði á bilinu 11,3% til 11,7%. 15.1.2021 15:01
Stjórnvöld greiddu Icelandair 350 milljónir króna vegna flugferða Íslensk stjórnvöld greiddu Icelandair tæpar 350 milljónir króna á síðasta ári til að tryggja lágmarksflug til og frá landinu. Fyrsti samningur þess efnis tók gildi í lok mars á síðasta ári og fól í sér að ríkið myndi greiða upp tap flugfélagsins sem hlaust af því að halda flugi gangandi til og frá Evrópu og Bandaríkjunum. 15.1.2021 13:21
Ekkert formalín í bóluefnum Pfizer og Moderna Ekkert formalín er að finna í bóluefnum Pfizer - BioNTech og Moderna við Covid-19 en efnið gæti verið að finna í öðrum bóluefnum sem munu innihalda óvirkjaðar veirur. 15.1.2021 10:52
Gengi krónunnar lækkaði um 10,4 prósent Gengi krónunnar lækkaði um 10,4% á árinu 2020 og heildarvelta á millibankamarkaði með gjaldeyri jókst um 124% frá fyrra ári. Heimsfaraldur Covid-19 hafði mikil áhrif á innlendan gjaldeyrismarkað og átti Seðlabankinn umfangsmikil gjaldeyrisviðskipti til að draga úr sveiflum og bæta verðmyndun á markaðnum. 15.1.2021 09:24
Sparisjóður gerir sátt vegna ófullnægjandi aðgerða gegn fjármögnun hryðjuverka Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands og Sparisjóður Strandamanna hafa gert með sér samkomulag um sátt vegna brota sparisjóðsins á lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. 14.1.2021 16:53
Innkalla dýrafóður eftir dauða yfir 70 hunda Bandaríski framleiðandinn Midwestern Pet Foods hefur hafið innköllun á gæludýrafóðri eftir að yfir 70 hundar drápust og minnst 80 aðrir veiktust í kjölfar þess að hafa étið Sportmix-fóður frá fyrirtækinu. 14.1.2021 14:53
Héraðsdómur féllst ekki á að kona hafi ætlað að kaupa hjólhýsi með Land Rovernum Kona var í gær dæmd í Héraðsdómi Reykjaness til að greiða hátt í 5,3 milljóna króna sekt fyrir að hafa gefið upp rangt kaupverð á Land Rover Defender 90 Ts Xs bifreið sem hún flutti inn til Íslands. 14.1.2021 12:49
Elín Jónsdóttir deildarforseti nýrrar lagadeildar á Bifröst Elín Jónsdóttir hefur verið ráðin deildarforseti lagadeildar Háskólans á Bifröst. Hún hefur gegnt starfi umsjónarmanns laganáms síðan í haust en ákveðið hefur verið að lagadeildin verði aftur sérstök deild við skólann. 14.1.2021 12:10
Sjúkrahúsið á Ísafirði komið á hættustig vegna Covid-19 smits Sjúkrahúsið á Ísafirði er komið á hættustig eftir að sjúklingur sem nú liggur á Landspítala greindist með Covid-19 í gær. Sá hefur á síðustu dögum notið þjónustu á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Þrír starfsmenn á sjúkrahúsinu á Ísafirði eru í sóttkví og þrír til viðbótar í úrvinnslusóttkví. 14.1.2021 10:16
Söknuðu starfsmanns hjá Skattinum og forrituðu yrki í hans stað Um árabil sendi Steinþór Haraldsson hjá Ríkisskattstjóra út fréttabréf að eigin frumkvæði til ráðgjafa, stjórnenda fyrirtækja og áhugafólks um skattamál. 13.1.2021 17:24