„Einhverjir galdrar í pressunni“ „Hafið togar alltaf í mig,“ segir myndlistarkonan Jónína Björg sem stendur fyrir sýningunni Undiralda. Sýningin verður í Mjólkurbúðinni á Akureyri og opnar næstkomandi laugardag. 10.10.2023 07:00
„Íslendingar virðast oft eiga heimsmet í skammsýni“ „Okkur þykir einstaklega vænt um að vera partur af hátíð sem þessari þar sem okkur er svo innilega annt um umhverfi okkar og þá náttúruperlu sem hálendi okkar Íslendinga er,“ segir hljómsveitin Celebs, sem kemur fram á Hálendishátíðinni á miðvikudagskvöld í Iðnó. 9.10.2023 15:31
Sumarlag fyrir veturinn frá GusGus og Vök Íslensku hljómsveitirnar GusGus og Vök voru að sameina krafta sína við útgáfu á laginu When We Sing. 7.10.2023 17:00
„Það getur verið skrýtið að venjast gjörbreyttum líkama“ Hagfræðingurinn, framleiðandinn og tískuskvísan Vaka Njálsdóttir segist alltaf klæða sig eftir fíling og sækir innblásturinn alls staðar að. Hún segir gríðarlega mikilvægt að klæða sig eftir veðri, sérstaklega þar sem íslenski veturinn er nú framundan, en Vaka er viðmælandi í Tískutali. 7.10.2023 11:30
Segir bataferlið allt annað en línulaga „Ég er með rosalega mikla fullkomnunaráráttu sem hefur oft unnið með mér og oft unnið gegn mér,“ segir leikkonan Aldís Amah Hamilton. Blaðamaður hitti hana í kaffi og ræddi við hana um lífið, listina, bataferlið frá átröskun og komandi verkefni. 7.10.2023 07:01
„Hef aldrei opnað mig svona áður“ „Ég hef fengið mjög góð viðbrögð og margir að segja að þetta hafi hjálpað öðrum sem eru í svipuðum aðstæðum, sem er alltaf gott að heyra,“ segir fjöllistakonan Gugusar um lagið Vonin sem hún sendi frá sér fyrr á árinu þar sem hún opnar sig um erfitt samband. 6.10.2023 07:00
Náði að yfirstíga hræðsluna á mótorhjólinu „Ég finn mjög mikinn mun á mér þegar ég mæti til starfa hvort ég hef komið á bílnum eða á mótorhjólinu,“ segir Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson sem er viðmælandi í Einkalífinu. 3.10.2023 20:01
Messa sem eykur sýnileika íslenskrar myndlistar TORG listamessa fer fram dagana 6. - 15. október á Korpúlfsstöðum. Er þetta í fimmta sinn Samband Íslenskra Myndlistarmanna stendur fyrir listamessunni. 3.10.2023 16:00
Valdeflandi og ómáluð Pamela í París Stórstjarnan Pamela Anderson hefur vakið athygli á tískuvikunni í París fyrir að sleppa því alfarið að mála sig. Pamela leyfði freknunum að njóta sín og virtist skína sitt allra skærasta ef marka má myndir af henni frá hinum ýmsu tískusýningum. 3.10.2023 13:44
Heiðrar minningu móður sinnar með sköpunargleði og húmor „Mamma er almennt mjög mikil fyrirmynd hjá mér. Hún var svo mikill karakter og ég finn það alveg strax að hún er alltaf innblásturinn hjá mér,“ segir leikstjórinn og kvikmyndagerðakonan Birna Ketilsdóttir Schram. Hún er leikstjóri Bleiku slaufunnar í ár og er málefnið er henni afar kært en Birna missti móður sína, Örnu Schram, úr krabbameini í fyrra. 3.10.2023 07:01
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent