Fréttamaður

Dóra Júlía Agnarsdóttir

Dóra Júlía er fréttamaður á Lífinu á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Alltaf með jager skot í töskunni

Útvarpskonan og áhrifavaldurinn Guðrún Egilsdóttir, jafnan þekkt fyrir Instagram nafn sitt Gugga í gúmmíbát, gengur með sólgleraugu hvort sem það er sól eða ekki og passar að vera alltaf með lítið skot í töskunni þegar að hún fer út á lífið. Hennar stærsti ótti er að lykta illa þannig að hún er sömuleiðis með ilmvatnið á sér en Gugga opnar tösku sína fyrir lesendum Vísis í fasta liðnum Hvað er í töskunni?

„Leik­myndin er auð­vitað al­gjört rusl“

„Upp kom sú hugmynd að búa til viðburð sem væri frekar eins og leikhús heldur en ráðstefna,“ segir Melkorka Sigríður Magnúsdóttir, listrænn stjórnandi frumkvöðlahátíðarinnar Iceland Innovation Week. Loftlagsleikhúsið Ok, Bye fer fram í dag en viðburðurinn er hluti af hátíðinni sem fer fram í Kolaportinu um þessar mundir.

„Þægi­leg blanda af von og trega“

„Þetta er svona lag þar sem bassalínan rífur í hálsmálið á þér og spyr spurninga. Þægileg blanda af von og trega,“ segir tónlistarmaðurinn Jónfrí um nýtt lag sem hann og Ólafur Bjarki voru að senda frá sér. Lagið heitir Gott og vel og voru þeir sömuleiðis að senda frá sér tónlistarmyndband sem er frumsýnt í spilaranum hér fyrir neðan.

Hlutu „Óskarinn“ í brúðkaupsskipulagningu

„Þetta sýnir okkur að það sé tekið eftir þeirri vinnu sem við höfum lagt í að koma Íslandi á kortið sem ákjósanlegum áfangastað fyrir brúðkaup og viðburði“, segja forsvarsmenn ferðaskrifstofunnar Pink Iceland, sem hlaut í apríl verðlaun sem uppáhalds skipuleggjandi áfangastaðabrúðkaupa í Evrópu og Asíu. Skrifstofan er talin brautryðjandi í skipulagningu brúðkaupa fyrir erlenda gesti sem vilja gifta sig á Íslandi.

Kom fram sem stór­stjarna

Útgáfutónleikar nýstirnisins Blossa fóru fram í Iðnó síðastliðið miðvikudagskvöld þar sem hann fagnaði útgáfu fyrstu smáskífu hans Le Blossi.

„Þegar manni líður vel í eigin skinni skín það í gegn“

Tískuskvísan Fanney Ingvarsdóttir starfar sem samfélagsmiðlasérfræðingur hjá Bioeffect og hefur gaman að tjáningarformi tískunnar. Á unglingsárunum var Stjörnugallinn einkennisbúningur Fanneyjar sem æfði handbolta og fótbolta af fullum krafti en eftirminnilegasta flíkin er líklega síðkjóll frá Ungfrú Ísland. Fanney er viðmælandi í Tískutali.

„Drull sama hvað ein­hver apa­köttur segir“

„Mér er drull sama hvað ókunnugu fólki finnst en þú hlustar auðvitað á fólk sem er að tala við þig af því þeim þykir vænt um þig,“ segir rapparinn og listamaðurinn Erpur Eyvindarson. Hann hefur verið viðloðinn tónlistarsenuna síðastliðin 25 ár og fagnar þeim áfanga með stórtónleikum ásamt hljómsveit sinni Rottweiler í Laugardalshöll næstkomandi föstudagskvöld. Blaðamaður hitti Erp á heimili hans í Kópavogi þar sem hann fór yfir ferilinn og bauð upp á líbanskt kaffi.

„Stút­full og við það að springa en hefur aldrei klikkað“

Tónlistarmaðurinn Magnús Jóhann er stöðugt að og er því mikilvægt fyrir hann að vera vel búinn þegar að það kemur að töskunni hans. Fartölvan er það allra mikilvægasta en hann er duglegur að skipta um tösku og hefur gaman að því að vera með nokkrar töskur í stíl. Magnús Jóhann er viðmælandi í fasta liðnum Hvað er í töskunni?

23 ára og með sína eigin förðunarlínu

„Hugmyndin að línunni fæddist þegar ég bjó úti í London. Flestar vinkonur mínar þar koma frá ólíkum uppruna og töluðu mikið um að erfitt væri að finna sér snyrtivörur sem pössuðu við sinn húðlit,“ segir förðunarfræðingurinn Snædís Birta Ásgeirsdóttir sem var að stofna snyrtivörulínuna Dewy Cosmetics.

Sjá meira