Fréttamaður

Dóra Júlía Agnarsdóttir

Dóra Júlía er fréttamaður á Lífinu á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Hvað eru plötusnúðarnir að hlusta á?

Margir geta tengt við það að vera á leið út á land, nokkurra klukkutíma bílferð fram undan og því nauðsynlegt að hlusta á grípandi tóna eða áhugavert hlaðvarp en valkvíðinn tekur yfir. Lífið á Vísi heyrði í atvinnufólki þegar það kemur að hlustun, nokkrum af plötusnúðum landsins, sem deila góðum ráðum við spurningunni hvað á ég að hlusta á?  

„Ég nenni ekkert að hafa eitt­hvað að sanna“

„Mér finnst ég vera mjög sjálfsörugg og ég elska sjálfa mig,“ segir samfélagsmiðlastjarnan Guðrún Svava, betur þekkt sem Gugga í gúmmíbát. Hún hefur gengið í gegnum ýmislegt á lífsleiðinni en hún er viðmælandi í Einkalífinu.

„Verst þegar stelpur sem ég þekki ekkert grípa í brjóstin á mér“

„Ég fæ mikið af óþægilegum skilaboðum, mörg á dag. Ég reyni bara að sleppa því að opna þau en mér finnst þau líka fyndin, það er svo mikið af klikkuðu fólki til í heiminum. Ég hef verið beðin um að gera myndbönd þar sem ég ropa en ég geri auðvitað ekkert svoleiðis,“ segir Guðrún Svava Egilsdóttir, betur þekkt sem Gugga í Gúmmíbát sem er viðmælandi í nýjasta þætti Einkalífsins.

Heyrði varla í bón­orðinu fyrir látum

„Ég hef fengið að vera veislustjóri í nokkrum brúðkaupum og veislum svo ég hlakka til að fá núna að vera í hlutverki brúðarinnar,“ segir hin nýtrúlofaða Berglind Jónsdóttir. Berglind, sem starfar hjá breska sendiráðinu og sem danskennari, er búin að vera í sambandi með Halldóri Arnarssyni sálfræðingi í þrettán ár og þurfti ekki að hugsa sig tvisvar um þegar hann bað hennar í Eistlandi á dögunum.

Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tísku­sýningu ársins

Fatahönnuðurinn Hildur Yeoman er nýkomin heim úr ævintýralegri ferð til Parísar þar sem hún þræddi tískusýningar franskra tískuhúsa, skellti sér í rússíbana með stórstjörnum, hitti Kylie Jenner og tók púlsinn á helstu straumum tískunnar um þessar mundir.

Tíu ár af ást: „Senni­lega ekki auð­velt með mér“

Tónlistarmaðurinn Aron Kristinn Jónasson og viðskiptafræðingurinn Lára Portal fagna tíu ár af ást í dag. Hjúin eru enn ástfangin upp fyrir haus eftir áratug saman og segir Aron að hann fái að vakna með bestu manneskju í heimi á hverjum morgni. 

Galið að fræðsla um snípinn sé af skornum skammti

„Allt tal um kynlíf var mikið tabú þá og ég þorði ekki að fara á móti straumnum,“ segir kynlífsmarkþjálfinn Kristín Þórsdóttir sem vissi frá unglingsaldri að hún hefði áhuga á því að vera kynfræðingur. Hún rekur í dag fyrirtækið Eldmóður og stendur fyrir námskeiðinu Kveiktu á þér fyrir þig. Blaðamaður ræddi við Kristínu um kynlífsmarkþjálfunina og tilveruna.

Kemur frá Sýr­landi og syngur á ís­lensku

„Mig dreymdi um að verða tónlistarmaður en út af stríðinu gat ég ekki einbeitt mér að því,“ segir hinn 23 ára gamli Rawad Nouman. Rawad flutti til Íslands 2017, talar mjög góða íslensku og gaf nýverið út lagið Veit ekki neitt. Blaðamaður ræddi við hann og fékk að heyra nánar frá lífi hans.

Náði að sættast við bróður sinn fyrir and­látið

Stórstjarnan Madonna birti einlæga færslu á Instagram síðu sinni í gærkvöldi þar sem hún minnist bróður síns Christopher Ciccone sem féll nýverið frá eftir baráttu við krabbamein. Hún segir meðal annars að þau systkinin hafi ekki talað saman í einhver ár en hafi þó náð sáttum eftir að  Christopher veiktist. 

Sjá meira