Fréttamaður

Bjarki Sigurðsson

Bjarki er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Eldur í vinnuskúr í Elliðaárdal

Klukkan rétt rúmlega hálf þrjú í nótt urðu lögreglumenn í eftirlitsferð varir við eld í Elliðaárdal. Í ljós kom að kviknað var í vinnuskúr og komu lögreglumenn að tveimur mönnum sem voru handteknir vegna gruns um íkveikju. Mennirnir voru í annarlegu ástandi og voru vistaðir í fangaklefa.

Enn skelfur jörð á Reykjanesi

Jarðskjálfti varð 6,8 kílómetra vestnorðvestur af Reykjanestá klukkan 18:33 í kvöld. Skjálftinn varð á 6,6 kílómetra dýpi og mældist 3,8 að stærð.

Vaktin: Rússar hafa náð yfirráðum í Azovstal

Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur bæst í hóp þeirra sem hafa sakað Rússa um að „vopnavæða“ matvælaöryggi í heiminum en Dmitry Medvedev, fyrrverandi forseti Rússlands, segir Rússa ekki munu greiða fyrir útflutningi frá Úkraínu nema gegn afléttingu refsiaðgerða. „Þannig virka hlutirnir ekki, við erum ekki fávitar,“ sagði hann í gær.

Sjá meira