Loftbrú niðurgreitt flug fyrir sjö hundruð milljónir króna Ríkissjóður hefur niðurgreitt fargjöld farþega í innanlandsflugi um tæpar sjö hundruð milljónir króna með Loftbrú. Yfir hundrað þúsund flug hafa verið niðurgreidd í heildina. 25.7.2022 07:16
Forvarnarhópurinn Bleiki fíllinn kveður Forvarnarhópurinn Bleiki fíllinn sem hefur verið áberandi í Vestmannaeyjum í kringum Verslunarmannahelgina ætlar að hætta störfum, að minnsta kosti í núverandi mynd. 24.7.2022 23:59
Vesturlönd sníði reglur sínar eftir hentugleika Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, þvertekur fyrir það að Rússar hafi valdið hungursneyð um allan heim. Hann segir Vesturlönd vera að reyna að sýna fram á að þau séu sterkari en aðrar þjóðir. 24.7.2022 23:04
Tekinn af lífi fyrir að kveikja í fyrrverandi eiginkonu sinni í beinu streymi Kínverskur karlmaður var í gær tekinn af lífi í heimalandi sínu fyrir að myrða fyrrverandi eiginkonu sína með því að hella yfir hana bensíni og kveikja í henni. Konan var í beinu streymi þegar morðið átti sér stað. 24.7.2022 20:51
Páfinn sendi Guðna kveðju er hann flaug yfir Ísland Frans fyrsti páfi sendi Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, kveðju í dag eftir að hann flaug yfir landið. Páfinn var á leið frá Vatíkaninu til Kanada. 24.7.2022 20:11
Vel gert hjá flugmanninum að koma vélinni niður Mikil heppni var að flugmaður flugvélar sem nauðlenti á Nýjabæjarfjalli í gær hafi fundið svo góðan stað til að lenda. Flugmaðurinn og farþeginn sluppu báðir með skrekkinn en þyrla Landhelgisgæslunnar kom þeim til aðstoðar þar sem þeir lentu í þúsund metra hæð. 24.7.2022 19:19
Stofnandi Google segir eiginkonu sína hafa haldið framhjá sér með Elon Musk Sergey Brin, einn stofnenda leitarvélarinnar Google, hefur sótt um skilnað frá eiginkonu sinni, Nicole Shanahan. Ástæðan ku vera að hún hafi haldið framhjá Brin með forstjóra og stofnanda Tesla, Elon Musk. 24.7.2022 18:58
Eldgos hafið í Japan Eldfjallið Sakurajima hóf að gjósa í dag en fjallið er sunnarlega á eyjunni Kyusu sem tilheyrir Japan. Búið er að rýma nærliggjandi byggð og hæsta viðbúnaðarstig sett á. 24.7.2022 18:08
Skákvélmenni fingurbraut sjö ára barn Skákvélmenni fingurbraut sjö ára dreng í Moskvu í síðustu viku. Sergey Lazarev, formaður rússneska skáksambandsins, segir atvikið ekki vera gott. 24.7.2022 17:44
Maðurinn sem féll í Brúará er látinn Björgunarsveitinni barst tilkynning fyrir um hálftíma síðan vegna manns sem hafði fallið í Brúará við Brekkuskóg. Björgunarsveitir eru á leiðinni á staðinn. Samkvæmt heimildum fréttastofu er þyrla komin á vettvang. 24.7.2022 14:54