Hreinn Loftsson aðstoðar Áslaugu Örnu tímabundið Hreinn Loftsson hefur verið ráðinn tímabundinn aðstoðarmaður Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra. Hreinn tekur við af Eydísi Örnu Líndal sem er í fæðingarorlofi fram að áramótum. 23.8.2022 15:29
Sigurður hættir sem framkvæmdastjóri Sjómannadagsráðs Sigurður Garðarsson hefur beðið um að láta af störfum sem framkvæmdastjóri Sjómannadagsráðs. Aríel Pétursson, formaður stjórnar ráðsins, tekur við störfum Sigurðar þar til nýr framkvæmdastjóri er ráðinn. 23.8.2022 14:06
Tóku mynd berar að ofan í forsætisráðherrabústaðnum Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands, hefur beðist afsökunar á mynd sem áhrifavaldur tók inni á baðherbergi forsætisráðherrabústaðarins. Á myndinni var áhrifavaldurinn, ásamt annarri konu, búinn að lyfta bol sínum. Brjóst þeirra voru falin með skilti sem Sanna fékk á blaðamannafundi hjá Evrópusambandinu. 23.8.2022 13:24
Hraðlestinni á Lækjargötu lokað Hinn sívinsæli veitingastaður Hraðlestin hefur ákveðið að loka veitingastað sínum á Lækjargötu. Síðasti opnunardagurinn verður á fimmtudaginn. 23.8.2022 11:58
Kínverjar refsa 27 manns fyrir „frekar ljótar“ teikningar í kennslubók Yfirvöld í Kína hafa refsað 27 manns fyrir að gefa út stærðfræðibók með „frekar ljótum“ teikningum. Rannsókn málsins hefur staðið yfir í marga mánuði. 23.8.2022 10:39
Gauti ráðinn fulltrúi sveitarstjóra á Djúpavogi Gauti Jóhannesson hefur verið ráðinn fulltrúi sveitarstjóra á Djúpavogi. Staðan var auglýst þann 12. júlí síðastliðinn en sjö umsóknir bárust. 23.8.2022 10:07
Í sárum eftir að hundurinn var aflífaður án nokkurs fyrirvara Hundur fjölskyldu á Siglufirði var aflífaður á föstudaginn, einum og hálfum tíma eftir að hann var tekinn af þeim. Hundurinn var ekki settur í geðmat líkt og Heilbrigðiseftirlitið fer fram á. Fjölskyldan segist ekki hafa fengið að vita að það ætti að aflífa hann fyrr aðgerðin var þegar hafin í öðru bæjarfélagi. 22.8.2022 17:14
Líðan mannsins eftir atvikum Rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra á skotárásinni á Blönduósi miðar vel. Meðal þess sem verið er að rannsaka er hvernig andlát skotmannsins bar að. 22.8.2022 15:24
Sanna sannar að hún hafi ekki tekið eiturlyf Niðurstöður úr fíkniefnaprófi sem Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands, tók fyrir helgi sýna að hún hafi ekki tekið nein eiturlyf síðustu daga. 22.8.2022 15:09
Lögreglumenn létu höggin dynja á manni sem þeir héldu niðri Tveir lögreglumenn hafa verið sendir í leyfi eftir að myndband af þeim að kýla og sparka í mann sem þeir héldu niðri fór í dreifingu á samfélagsmiðlum. 22.8.2022 14:29