Soffía Theódóra nýr fjárfestingastjóri hjá Brunni Soffía Theódóra Tryggvadóttir hefur verið ráðin fjárfestingastjóri hjá Brunni Ventures. Soffía Theódóra kemur til Brunns frá bandaríska Fortune 500 fyrirtækinu NetApp. Hjá Brunni mun Soffía Theódóra sinna greiningu og öflun fjárfestingatækifæra, byggja upp tengslanet við erlenda vísifjárfesta og starfa með stjórnendum og frumkvöðlum að lokinni fjárfestingu. 8.9.2022 09:52
Farþegi skemmtiferðaskips lést eftir hákarlaárás Bandarísk kona sem var snorkla við strendur Bahamaeyja lést í gær eftir að hafa orðið fyrir hákarlaárás. Fjölskylda konunnar varð vitni að árásinni. 7.9.2022 16:34
Rúmlega hundrað þúsund farþegar flugu með Play Flugfélagið Play flutti tæplega 109 þúsund farþega í ágúst. Um er að ræða sambærilegan fjölda og í júlí en félagið segist hafa styrkt stöðu sína á mörkuðum með afgerandi hætti í sumar. 7.9.2022 15:39
Loka Ísbúð Brynju í Lóuhólum Ísbúð Brynju í Lóuhólum verður lokað á næstu mánuðum. Staðsetningin hentaði ekki nægilega vel en önnur ísbúð keðjunnar er staðsett ansi nálægt Lóuhólum. Framkvæmdastjóri ísbúðarinnar segir reksturinn á Akureyri og í Kópavogi alltaf ganga jafn vel. 7.9.2022 14:37
Nafna Liz Truss hrekkir Íhaldsmenn og þjóðarleiðtoga Eigandi notendanafnsins @LizTruss á Twitter er ekki nýr forsætisráðherra Bretlands, heldur bresk kona að nafni Liz Trussel. Fjöldi fólks hefur merkt Trussel í færslur á Twitter og hefur hún gripið gæsina og orðið heimsfræg í leiðinni. 7.9.2022 14:26
Steen Magnús ráðinn yfirlæknir heila- og taugaskurðlækninga Steen Magnús Friðriksson hefur verið ráðinn yfirlæknir heila- og taugaskurðlækninga hjá Landspítalanum. Steen Magnús hefur starfað sem yfirlæknir heila- og taugaskurðlækninga á Sahlgrenska-sjúkrahúsinu í Gautaborg síðastliðin sex ár. 7.9.2022 13:37
Nýtt hringtorg við Biskupstungnabraut tekið í notkun Nýr kafli Suðurlandsvegar og hringtorg við Biskupstungnabraut verða tekin í notkun á morgun. Framkvæmdir hófust í apríl árið 2020 og er verkefnið annar áfangi breikkunar Suðurlandsvegar. 7.9.2022 12:05
Ná vonandi að opna við Hagamel fyrir helgi Undirbúningur fyrir opnun indverska veitingastaðarins Indican við Hagamel er á lokametrunum. Eigandinn vonast eftir því að geta opnað fyrir helgi og hlakkar til að bætast við í Vesturbæjarflóruna. 7.9.2022 11:29
Vöruviðskipti óhagstæð um 23,3 milljarða í ágúst Fluttar voru vörur út fyrir 94 milljarða króna í ágúst og inn fyrir 117,3 milljarða króna. Vöruviðskipti Íslendinga voru því óhagstæð um 23,3 milljarða króna. 7.9.2022 10:21
Rúmlega hálf milljón farþega ferðaðist með Icelandair í ágúst Alls flutti Icelandair 514 þúsund farþega í ágústmánuði en sætanýting var 89 prósent. Farþegafjöldinn tæplega tvöfaldaðist en í ágúst í fyrra voru þeir 264 þúsund talsins. 6.9.2022 16:09