Vildi fá greitt fyrir óumbeðna heimsókn Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út vegna manns sem var að sparka í rúður og hurðir í miðborg Reykjavíkur. Í dagbók lögreglu, þar sem fjallað er um verkefni lögreglu í gærkvöldi og í nótt, segir að hann hafi verið handtekinn fyrir eignarspjöll og vistaður í fangageymslu lögreglu. 6.10.2022 06:14
Heiðrún ráðin framkvæmdastjóri SFF Heiðrún Jónsdóttir hefur verið ráðin sem framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja (SFF). Hún tekur við starfinu af Katrínu Júlíusdóttur og hefur þegar hafið störf. 5.10.2022 10:12
Hlynur nýr framkvæmdastjóri KPMG á Íslandi Hlynur Sigurðsson hefur tekið við starfi Framkvæmdastjóra KPMG á Íslandi. Hlynur hefur starfað hjá KPMG í 26 ár og á þeim tíma sinnt ýmsum störfum innan félagsins. 5.10.2022 09:10
Suður-Kóreumenn svöruðu fyrir sig en báðust síðan afsökunar Fjórum eldflaugum var skotið frá Suður-Kóreu seint í gærkvöldi. Talið er að með eldflaugunum hafi Suður-Kóreumenn, ásamt Bandaríkjamönnum, verið að svara fyrir eldflaug sem nágrannar þeirra í norðri skutu í gær yfir Japan. Herinn baðst síðar afsökunar á einni eldflauginni. 5.10.2022 08:42
Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Umhverfisdagur atvinnulífsins fer fram í dag í Norðurljósasal Hörpu í Reykjavík undir yfirskriftinni Auðlind vex af auðlind. 5.10.2022 08:32
Greindist með meðgöngueitrun og var sett af stað Milla Ósk Magnúsdóttir, aðstoðarmaður ráðherra og eiginkona formanns borgarráðs, greindist með meðgöngueitrun þremur vikum fyrir settan dag. Sonur hennar var oft lasinn fyrstu sex mánuðina sem gerði hana afar örvæntingarfulla. 5.10.2022 07:48
Lá á dyrabjöllunum í vitlausu húsi Lögregla á höfuðborgarsvæðinu hafði í ýmsu að snúast í gærkvöldi og í nótt og var meðal annars kölluð út vegna tveggja manna á hóteli í miðborg Reykjavíkur sem neitaðu að yfirgefa hótelið. Lögreglan fylgdi þeim út eftir að hún mætti á vettvang. 5.10.2022 06:54
Fjórir látnir og 28 er saknað eftir snjóflóð í Himalaya-fjöllunum Að minnsta kosti fjórir létust í snjóflóði í Himalaya-fjöllunum í gær og er 28 manns enn saknað. Fólkið var í þjálfun í indverska hluta fjallanna þegar snjóflóðið féll. 5.10.2022 06:41
Ríkið reyndi að ná fram sáttum í talningamálinu Ríkið hefur boðið fram sáttir í máli tveggja frambjóðanda er varðar umdeilda talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi í síðustu Alþingiskosningum. Málið verður tekið fyrir hjá Mannréttindadómstól Evrópu á næstunni. 5.10.2022 06:28
Alvarlegt bílslys á Suðurlandsbraut Alvarlegt bílslys varð á gatnamótum Suðurlandsbrautar og Reykjavegar ofan við Laugardalinn í Reykjavík um klukkan hálf eitt í dag. Tveir voru inni í fólksbíl sem virðist hafa verið ekið upp á kant, á gönguljós og oltið með þeim afleiðingum að bíllinn er mikið skemmdur. 4.10.2022 12:40