Sló samnemanda með hamri Nemandi við Réttarholtsskóla réðst á samnemanda sinn með hamri fyrir utan skólann á skólatíma á miðvikudag. Starfsmaður náði að skerast í leikinn og stöðva árásina. Málið er til skoðunar hjá barnaverndaryfirvöldum. 4.11.2022 11:28
Nýir stjórnendur hjá ELKO Þrír nýir stjórnendur hafa verið ráðnir til ELKO. Sófús Árni Hafsteinsson tekur við nýju stöðugildi viðskiptaþróunarstjóra, Jónína Birgisdóttir hefur verið ráðin þjónustustjóri og Þórkell Þórðarson verður sérfræðingur í stafrænni þróun. 4.11.2022 10:41
Þrír nýir ráðgjafar til Syndis Netöryggisfyrirtækið Syndis hefur ráðið til sín þrjá nýja ráðgjafa á sviði upplýsingaöryggis. Hópstjóri sviðsins segir ráðningarnar auka aðgengi viðskiptavina að fagfólki. 4.11.2022 10:15
Ungliðahreyfing VG gagnrýnir þingmenn sína Framkvæmdastjórn Ungra vinstri grænna fordæmir brottflutning hælisleitenda sem framkvæmdur var aðfaranótt fimmtudags. Stjórnin spyr hvort þingmönnum flokksins finnist vinnubrögð í málinu vera viðunandi. 4.11.2022 09:44
Íslendingar Evrópumeistarar í jólalögum og vögguvísum Jólalög eru mætt á vinsældalista Íslands á Spotify. Tvö erlend jólalög eru á listanum en líklegt er að fleiri bætist við á næstu dögum. Írar eru eina Evrópuþjóðin sem einnig er komin með jólalag á sinn vinsældalista. 4.11.2022 09:10
Seldi fyrst, stal svo en afhenti aldrei góssið Rúmlega tvítugur karlmaður var á mánudaginn dæmdur í 45 daga fangelsi fyrir þjófnað, fjársvik og peningaþvætti. Einkaréttarkrafa Íslenskra aðalverktaka var felld niður þar sem enginn á þeirra vegum sótti þing við þingfestingu málsins. 2.11.2022 16:18
Dramatísk endurkoma Netanjahú á lokametrunum Allt lítur út fyrir að blokk Benjamíns Netanjahú, fyrrverandi forsætisráðherra Ísraels, nái 65 sætum af 120 á ísraelska þinginu. Líklegast er að hann verði aftur forsætisráðherra en hann þarf að treysta á stuðning öfgamannanna þeirra Itamar Ben-Gvir og Bezalel Smotrich. Ben-Gvir leiddi eitt sinn samtök sem eru skilgreind sem hryðjuverkasamtök í Bandaríkjunum. 2.11.2022 15:18
Ný sýndarveruleikagleraugu PlayStation á leiðinni Ný sýndarveruleikagleraugu PlayStation koma á markað í febrúar á næsta ári. Gleraugun munu kosta tæpar áttatíu þúsund krónur. 2.11.2022 14:33
Kröfur upp á 940 milljónir í þrotabú Víðis Gjaldþrotaskiptum í þrotabúi Víðis ehf. sem rak samnefndar matvöruverslanir lauk í síðustu viku. Heildarfjárhæð lýstra krafna nam rúmum 940 milljónum króna. 2.11.2022 13:13
Réðst á starfsmann sem gómaði hann við að stela Rétt rúmlega tvítugur karlmaður var í gær dæmdur í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa ráðist á starfsmann Nettó í Mjódd. Starfsmaðurinn hafði gómað manninn við að stela. 2.11.2022 11:32