Fréttamaður

Bjarki Sigurðsson

Bjarki er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Hundruð bíða eftir á­ritun David Walli­ams í Smára­lind

Nokkur hundruð manna bíða nú í röð í Smáralind eftir því að fá áritun frá leikaranum, grínistanum og höfundinum David Walliams. Markaðsstjóri Smáralindar segir þetta vera lengstu röðina síðan H&M opnaði í verslunarmiðstöðinni. 

Ingunn tekur við Opna há­skólanum í HR

Dr. Ingunn S. Unnsteinsdóttir Kristensem hefur verið ráðin forstöðukona Opna háskólans í HR. Sem forstöðukona mun hún leiða sókn háskólans á sviði nýsköpunar og þróunar og marka honum sess á mörkum atvinnulífs, háskóla og vísinda. 

Sven-Bertil Taube er látinn

Einn ástkærasti listamaður Svía, Sven-Bertil Taube, er látinn, 87 ára að aldri. Hann var sonur tónskáldsins Evert Taube og öðlaðist frægð fyrir endurútgáfur af lögum föður síns.

Stökk út um glugga til að flýja hór­mangara sinn

Tvítug kona stökk út um glugga á þriðju hæð mótels til að flýja hórmangara sinn sem hafði selt hana í vændi. Hórmangarinn var handtekinn stuttu eftir að konan tilkynnti hann til lögreglu. 

Blaða­­menn Kjarnans vilja milljónir frá Páli

Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, og Arnar Þór Ingólfsson, blaðamaður Kjarnans, hafa stefnt framhaldsskólakennaranum Páli Vilhjálmssyni. Páll gaf í skyn á bloggsíðu sinni að blaðamennirnir hafi komið að því að byrla Páli Steingrímssyni skipstjóra. 

Banksy staddur í Úkraínu

Dularfulli listamaðurinn Banksy er staddur í Úkraínu um þessar mundir. Hann birti í gær myndir af verki sínu á Instagram. 

Akureyrarkirkja öðlast nýtt heiti

Sóknarnefnd Akureyrarkirkju samþykkti á fundi sínum í gær að formlegt heiti kirkjunnar yrði Akureyrarkirkja - kirkja Matthíasar Jochumssonar. Nafnabreytingin tók gildi samstundis. 

Féll niður tröppur við heimili sitt

Í gær barst lögreglu tilkynning um einstakling sem hafði fallið niður tröppur við heimili sitt í Laugardalnum. Sá var fluttur á bráðamóttöku til skoðunar. 

Hundruð hyggjast bjarga dýrunum á Nýja­bæ

Rúmlega hundrað manns hafa sagst hafa áhuga á því að fara að Nýjabæ í Borgarfirði á morgun til að bjarga þeim búfénaði sem er þar. MAST og lögreglan á Vesturlandi biðlar til fólks að mæta ekki. 

Sjá meira