Tveir ernir drepist úr fuglaflensu Tveir ungir ernir hafa drepist úr fuglaflensu hér á landi. Annar þeirra drapst síðasta haust en hinn á þessu ári. 11.11.2022 15:34
Gunnlaugur lagði Borgarbyggð í seinni glímunni fyrir Landsrétti Sveitarfélagið Borgarbyggð var í Landsrétti í dag dæmt til þess að greiða fyrrverandi sveitarstjóra sínum tæpar 3,7 milljónir króna. Sveitarfélagið hafði áður verið sýknað fyrir héraðsdómi. 11.11.2022 15:25
Kvöldverður til styrktar úkraínska hernum Nokkrir Úkraínumenn á Íslandi standa fyrir fjáröflunarkvöldverði í safnaðarheimili Dómkirkjunnar í Reykjavík í kvöld. Gestir borða fimm úkraínska rétti á meðan spilað er fyrir þá úkraínska tónlist. Allur peningur sem safnast í kvöld fer í að kaupa hjúkrunarbúnað fyrir úkraínska herinn. 11.11.2022 13:37
Sunnlendingar einoka keppni um sveitarfélag ársins Fjögur sveitarfélög voru útnefnd sveitarfélag ársins 2022. Öll fjögur eru staðsett á Suðurlandi en þetta er í fyrsta sinn sem sveitarfélag ársins er valið. 11.11.2022 12:11
Vatnsþétting olli brotlendingu á Keflavíkurflugvelli Vatn sem hafði safnast saman í eldsneytiskerfi flugvélar C-GWRJ olli því að hún brotlenti stuttu eftir flugtak á Keflavíkurflugvelli. Vatn fannst í eldsneytissíu vélarinnar þegar hún var skoðuð eftir brotlendingu. 11.11.2022 11:29
Arion banki kaupir þriðjung í Frágangi Arion banki hefur keypt þriðjung í nýsköpunarfyrirtækinu Frágangi. Fyrirtækið var stofnað árið 2020 og markmið þess er að gera ökutækjaviðskipti alveg rafræn. 11.11.2022 09:16
Biðjast afsökunar á auglýsingu tengdri Kristalsnóttinni Skyndibitakeðjan KFC hefur beðist afsökunar á auglýsingaherferð sinni í Þýskalandi. Þar var fólk hvatt til þess að fagna því með ostum og kjúklingi frá KFC að 84 ár væru liðin frá Kristalsnóttinni. 10.11.2022 17:05
25 íbúðir á besta stað á Flúðum Skrifað var undir verksamning milli Hrunamannahrepps og fyrirtækisins Gröfutækni ehf. í dag. Þar með er hafin uppbygging á fyrsta áfanga íbúðahverfisins Byggða á Bríkum á Flúðum. Alls verða byggðar 25 íbúðir. 10.11.2022 14:14
Fyrsta staðfesta smit BPIV3 Veiran BPIV3 (Bovine Parainfluenza Virus 3) greindist nýlega í nautgripum í fyrsta skiptið hér á landi. Um er að ræða veiru sem veldur vægri öndunarfærasýkingu í nautgripum. Ekki er ástæða til að grípa til sérstakra aðgerða. Veiran veldur ekki sýkingum í fólki. 10.11.2022 13:09
Harpa nýr markaðsstjóri Pizzunnar Harpa Grétarsdóttir hefur verið ráðin sem markaðsstjóri Pizzunnar. Áður starfaði hún sem markaðsstjóri hjá Rekstrarvörum en hún hefur einnig starfað fyrir Icewear, Ásbjörn Ólafsson og Kaupás. 10.11.2022 10:48