Vörubíll og fólksbíll lentu í árekstri undir Akrafjalli Árekstur varð undir Akrafjalli klukkan tæplega fjögur í dag. Slökkviliðið hefur lokið störfum á vettvangi og búið er að opna veginn á ný. 8.12.2022 17:05
Taka fyrstu breiðþotuna í notkun Icelandair Cargo hefur tekið fyrstu breiðþotu félagsins í notkun. Fyrsta flug vélarinnar er áætlað í kvöld til Liege í Belgíu. Vélin er af gerðinni Boeing 767. 8.12.2022 15:56
Spá 9,6 prósent verðbólgu í desember Hagfræðideild Landsbankans spáir því að verðbólgan hækki um þrjú prósentu stig í desember og verði 9,6 prósent. Þá er því spáð að vísitala neysluverðs (VNV) hækki um 0,55 prósent milli mánaða. Þrír undirliðir hafa hvað mest áhrif á spáða hækkun. 8.12.2022 15:40
Suður-Kóreumenn yngjast um eitt til tvö ár á blaði Með breyttum reglum um aldur fólks í Suður-Kóreu eiga íbúar landsins von á því að verða einu til tveimur árum yngri í opinberum skjölum. Breytingin mun taka gildi í júní á næsta ári og er gerð til þess að draga úr misskilningi. 8.12.2022 14:17
Íbúar Árborgar spari vatn eftir eldsvoða í rafmagnsskáp Íbúar sveitarfélagsins Árborgar á Suðurlandi eru hvattir til þess að fara sparlega með vatn eftir að eldsvoði varð í rafmagnsskáp í borholu Selfossveitna í Þorleifskoti. 8.12.2022 13:14
Ætla að byggja 180 herbergja hótel í Þorlákshöfn Sveitarfélagið Ölfus og Íslenskar fasteignir ehf. hafa undirritað viljayfirlýsingu um fyrirhugaðar framkvæmdir við hótel og afþreyingarmiðstöð í Hafnarvík við Leirur í Þorlákshöfn. Byggt verður allt að 180 herbergja hótel. 8.12.2022 11:50
Neyðarástand á Jamaíka vegna ofbeldisglæpa Forsætisráðherra Jamaíka hefur lýst yfir neyðarástandi í meirihluta landsins vegna hárrar tíðni ofbeldisglæpa. Lögreglan í landinu hefur nú heimild til að handtaka fólk og leita í byggingum án þar til gerðar heimildar. 8.12.2022 10:54
Ræddu um fyrsta stefnumót sitt og fyrstu kynni Meghan og Katrínar Fyrstu þrír þættirnir af nýjum raunveruleikaþáttum um líf Harry Bretprins og eiginkonu hans, leikkonunnar Meghan Markle, voru birtir á Netflix í morgun. Breskir miðlar fjalla í dag um fimm sérstök atriði úr þáttunum sem vöktu mikla athygli. 8.12.2022 09:33
Bæjarstjóri segir læknisleysið óboðlegt Bæjarstjóri Snæfellsbæjar segir að það sé óboðleg staða að ekki sé að minnsta kosti einn læknir á vakt allan sólarhringinn í sveitarfélaginu. Hann segir bæjaryfirvöld hafa þrýst á alla sem koma að heilbrigðismálum þar í bæ. 7.12.2022 16:41
Máli Samtakanna 22 gegn varaþingmanni VG vísað frá Forsætisnefnd Alþingis vísaði í dag frá erindi um meint brot Daníels E. Arnarssonar, varaþingmanns Vinstri grænna, á siðareglum fyrir alþingismenn. Hvorki ummæli hans né skráning í hagsmunaskrá voru tekin til skoðunar. 7.12.2022 13:57