Kr. í Þorlákshöfn og Vík verða að Krónunni Verslununum Kr. í Þorlákshöfn og Vík í Mýrdal hefur verið breytt í Krónuverslanir. Verðið þar breytist í dag og verða verslunirnar teknar í gegn eftir áramót. Verslunarstjórinn í Þorlákshöfn segir breytingarnar muna öllu fyrir bæjarbúa. 15.12.2022 09:18
Orð ferðamálastjóra lýsi skorti á upplýsingaöflun og vanþekkingu Formaður Cruise Iceland segir margt sem kom fram í viðtali fráfarandi ferðamálastjóra við Túrista í síðustu viku ekki vera rétt. Hann segir orð ferðamálastjóra lýsa skorti á upplýsingaöflun og vanþekkingu á uppbyggingu í þessum hluta ferðaþjónustunnar. 15.12.2022 09:00
Brjóst í ríkissjónvarpinu fara fyrir brjóstið á Norðmönnum Eitt af jóladagatölum norska ríkissjónvarpsins, NRK, er afar umdeilt eftir innslag í þættinum á mánudaginn í þessari viku. Þar fór áhrifavaldur úr að ofan og bauð gestum mjólk í kaffið sitt. 15.12.2022 08:35
Henry Cavill hættur sem Ofurmennið Henry Cavill mun ekki sjást aftur á hvíta tjaldinu í búningi Ofurmennisins, að minnsta kosti ekki á næstunni. Búið var að tilkynna að hann færi með hlutverk hans í næstu mynd en nú hefur handritshöfundur kvikmyndarinnar hætt við að fá Cavill. 15.12.2022 08:00
Spilavítishugmyndinni kastað fram en ekki skoðuð nánar Hugmynd HHÍ um að setja á laggirnar spilavíti hér á landi var einungis pæling sem kastað var fram við gerð tillaga um breytingar á lögum og reglugerðum um happdrætti. Forstjóri HHÍ segir að stjórnvöld þurfi að breyta reglugerðum um fjárhættuspil á netinu ef bregðast á við tekjutapi og leggja upp úr heilbrigðari spilun. 14.12.2022 14:00
Biðst afsökunar á ónærgætni við tilkynningu um hækkun leiguverðs Formaður stjórnar Ölmu leigufélags biðst afsökunar á því að hafa ekki sýnt nægilega nærgætni þegar leigjanda hjá félaginu var tilkynnt um þrjátíu prósent hækkun á leiguverði. Hann segir að búið sé að endurskoða verkferla fyrirtækisins og uppfæra þá. 14.12.2022 11:02
„Sviðsettur blaðamannafundur“ hafi verið gróf atlaga að æru Áslaugar Thelmu Áslaug Thelma Einarsdóttir og Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður hennar, segja blaðamannafund sem Orkuveita Reykjavíkur (OR) hélt um vinnustaðamenningu og mannauðsmál sín hafa verið sviðsettan. Markmiðið með fundinum hafi verið að vega gróflega gegn æru Áslaugar Thelmu og til að upphefja OR, dótturfélög fyrirtækisins og stjórnendur þeirra. 14.12.2022 09:21
Engar gribbur hjá Útlendingastofnun að sögn Útlendingastofnunar Þrátt fyrir að forstjóri Útlendingastofnunar í jóladagatali Ríkisútvarpsins sé algjör gribba þá er að sögn stofnunarinnar engin gribba starfandi þar. Þetta kemur fram á nýrri upplýsingasíðu Útlendingastofnunar sem sett var á laggirnar vegna þáttanna. 13.12.2022 15:57
Icelandair hefur flugferðir til Ísrael Icelandair tilkynnti í dag borgina Tel Aviv í Ísrael sem þeirra nýjasta áfangastað. Flogið verður þangað þrisvar á viku frá Keflavíkurflugvelli frá maí á næsta ári til október. 13.12.2022 15:19
„Síðasta prinsessa Havaí“ er látin Abigail Kinoiki Kekaulike Kawānanakoa, oft þekkt sem „síðasta prinsessa Havaí“, er látin, 96 ára að aldri. Ekki hefur verið gefið út hver dánarorsök hennar var. 13.12.2022 14:40