Icelandair hefur flugferðir til Ísrael Icelandair tilkynnti í dag borgina Tel Aviv í Ísrael sem þeirra nýjasta áfangastað. Flogið verður þangað þrisvar á viku frá Keflavíkurflugvelli frá maí á næsta ári til október. 13.12.2022 15:19
„Síðasta prinsessa Havaí“ er látin Abigail Kinoiki Kekaulike Kawānanakoa, oft þekkt sem „síðasta prinsessa Havaí“, er látin, 96 ára að aldri. Ekki hefur verið gefið út hver dánarorsök hennar var. 13.12.2022 14:40
Lögreglan hafði afskipti af fólki sem missti sig yfir vítaspyrnukeppni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þurfti að bregðast við útkalli um helgina vegna hávaða sem barst úr íbúð í fjölbýlishúsi. Í ljós kom að íbúar voru að fylgjast með HM í fótbolta og höfðu misst sig yfir vítaspyrnukeppni sem var í gangi. 13.12.2022 12:58
Nú hægt að fylgjast með íbúðauppbyggingu í rauntíma Nýtt gagnvirkt Íslandskort Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) er komið í loftið. Þar er hægt að skoða öll byggingaráform á landinu í rauntíma sem og skoða allar íbúðir í byggingu. Hingað til hafa upplýsingarnar einungis verið birtar tvisvar á ári. Tölfræðingur hjá HMS segir að kortið verði mikilvægt stjórntæki á sviði húsnæðismála. 13.12.2022 12:16
Skilagjald hækki um tvær krónur Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis leggur til að skilagjald einnota drykkjarvöruumbúða hækki um tvær krónur, úr átján krónum í tuttugu. Gjaldið var síðast hækkað í fyrrasumar. 13.12.2022 09:13
Léttur og ljúfur dýrðarstaður með ítalskan sjarma Bílaþættirnir Tork gaur halda áfram á Vísi í dag. Í tíunda þætti er Alfa Romeo Giulia tekinn fyrir. 13.12.2022 08:01
Tillögum frá starfshópi lekið: Lagði til að rekið yrði spilavíti á Íslandi Happdrætti Háskóla Íslands (HHÍ) hefur óskað eftir því að fá að reka spilavíti hér á landi og bjóða upp á fjárhættuspil á netinu. Heimspekingur líkir notkun háskólans á fjármunum úr spilakassarekstri við notkun á fjármunum frá Jeffrey Epstein. 11.12.2022 13:31
Greiða atkvæði um fallegustu og ljótustu nýbyggingar ársins Hópurinn Arkitektúruppreisnin stendur fyrir kosningu um fallegustu og ljótustu nýbyggingar ársins. Að sögn hópsins eru þetta fyrstu arkitektúrverðlaunin á Íslandi þar sem almenningur stjórnar hver sigrar. 11.12.2022 13:27
Sprengisandur: Innanlandsflug, fjárlagafrumvarp, eldra fólk og vindorka Það verður farið um víðan völl í Sprengisandi á Bylgjunni þennan sunnudaginn. Kristján Kristjánsson fær til sín góða gesti og munu þau meðal annars ræða innanlandsflug, vindorku, fjárlagafrumvarp, tekjudreifingu, stöðu eldra fólks og skerðingar í almannatryggingakerfinu. 11.12.2022 09:31
Móðir Cher er látin Georgia Holt, móðir söngkonunnar Cher, er látin, 96 ára að aldri. Mæðgurnar voru mjög nánar en árið 2014 gerði Cher heimildarmynd um móður sína. 11.12.2022 08:46