Vél á leið til Ísafjarðar þurfti að snúa við vegna bilunar Flugvél á vegum Mýflugs þurfti snúa við er hún var á leið til Ísafjarðar vegna tæknilegra örðugleika. Vélin lenti heilu og höldnu á Akureyrarflugvelli en hættustig var virkjað á vellinum vegna atviksins. Þrír voru um borð í vélinni. 22.12.2022 18:33
Lest klessti á flutningabíl í Tennessee Tveir eru slasaðir eftir að lest klessti á flutningabíl og fór út af sporinu í Tennessee-ríki í Bandaríkjunum. Myndband náðist af því þegar lestin klessti á bílinn. 22.12.2022 17:48
Lögreglan afhenti innbrotsþjófi þýfið þegar hann var leystur úr haldi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu afhenti innbrotsþjófi í miðbænum það góss sem hann hafði stolið þegar verið var að leysa hann úr haldi. Íbúi í húsinu þar sem hann var gómaður segir málið hlægilegt en vonar að þjófurinn njóti þess litla sem hann hafði úr krafsinu. 22.12.2022 07:00
Skýli fullt af snjó við Keflavíkurflugvöll Skýli sem ætlað er til þess að ferðamenn geti gengið í gegnum á leið sinni frá langtímabílastæði Keflavíkurflugvallar að flugstöðinni er enn troðfullt af snjó. Upplýsingafulltrúi Isavia segir það vera á dagskrá að fjarlægja snjóinn. 21.12.2022 23:46
Blindur maður fórnarlamb mansals og vistaður á Hólmsheiði Erlendur blindur karlmaður hefur setið í gæsluvarðhaldi í fangelsinu á Hólmsheiði í um það bil mánuð. Hann talar hvorki íslensku né ensku. Í dag var honum afhent tæki sem gerir dvölina aðeins auðveldari. Formaður Afstöðu, félags fanga og annarra áhugamanna um fangelsismál og betrun, þakkar starfsmönnum á Hólmsheiði og samföngum mannsins kærlega fyrir að auðvelda honum lífið á meðan hann hefur dvalið í fangelsinu. 21.12.2022 22:41
Óskarsdraumar Hildar lifa áfram Women Talking er ein tíu mynda sem eiga möguleika á tilnefningu til Óskarsverðlauna fyrir bestu tónlist. Hildur Guðnadóttir gerði tónlistina og lifa Óskarsdraumarhennar áfram. Um tíma var talið líklegt að Hildur yrði tilnefnd fyrir tónlist úr tveimur myndum en hún mun ekki hljóta tilnefningu fyrir tónlistina í kvikmyndinni Tár. Hildur fékk Óskarsverðlaunin árið 2020 fyrir kvikmyndina Joker. 21.12.2022 20:32
Kokkurinn sem fann upp á tikka masala er látinn Ali Ahmed Aslam, kokkurinn sem fann upp á tikka masala-kjúklingaréttinum er látinn, 77 ára að aldri. Hann hafði rekið veitingastaðinn Shish Mahal í Glasgow í Skotlandi í 58 ár. 21.12.2022 19:53
Efling fikrar sig nær SA með nýju tilboði Stéttarfélagið Efling hefur gert Samtökum atvinnulífsins (SA) tilboð um endurnýjun samninga. Í nýju tilboði er samþykkt að hagvaxtarauki sem bætast átti á laun í apríl á næsta ári falli niður en á móti koma aðra launaliðshækkanir. 21.12.2022 18:54
Ljótasta nýbygging landsins er á Hallgerðargötu Húsið við Hallgerðargötu 13 hefur verið valið ljótasta nýbygging ársins 2022. Samtökin Arktektúruppreisnin stóðu fyrir kosningunni. Í sömu kosningu var Móberg á Selfossi valið fallegasta nýbygging ársins. 21.12.2022 18:45
Alma hækkar leigu úkraínskra flóttamanna að meðaltali um 83 prósent Til stendur að leiguverð sextán íbúða sem úkraínskir flóttamenn hafa verið að leigja hækki um allt að 116 prósent. Íbúarnir hafa hingað til leigt af félaginu Einhorn en Alma leigufélag tekur yfir útleiguna í byrjun apríl á næsta ári. 21.12.2022 17:43