Braut yfir þrjátíu bein en ætlar að koma sterkari til baka Leikarinn Jeremy Renner braut þrjátíu bein er hann lenti í slysi á nýársdag. Renner lenti undir sex tonna snjómoksturstæki. Hann er kominn heim af sjúkrahúsi og er nú í endurhæfingu. 22.1.2023 19:01
Viðgerð um borð í Hrafni Sveinbjarnarsyni lokið Viðgerð um borð í togaranum Hrafni Sveinbjarnarsyni tókst síðdegis og siglir skipið nú fyrir eigin vélarafli. Togarinn heldur til Hafnarfjarðar þar sem gert er ráð fyrir að ný veiðarfæri verði sótt. 22.1.2023 17:51
Myndaveisla: Grafarvogsbúar fögnuðu saman í gær Þorrablót Grafarvogs var haldið hátíðlegt í gærkvöldi í Fjölnishöllinni í Egilshöll. Þorramatur var á boðstólum og frábær skemmtiatriði. 22.1.2023 17:36
Fötluð kona föst í flugvél með stífluðu klósetti Fötluð kona hefur setið föst í vél Icelandair í rúmlega tíu klukkutíma. Vinir hennar sem komust úr vélinni segja klósettin í vélinni vera stífluð og að enginn matur sé þar. Það virðist sem fáir á flugvellinum nái einhverju sambandi við Icelandair til að nálgast upplýsingar um stöðu mála. 22.1.2023 16:59
Guðni var með er Hrafn Sveinbjarnarson var dreginn til hafnar Varðskipið Freyja er lögð af stað með togarann Hrafn Sveinbjarnarson áleiðis til hafnar. Togarinn varð vélarvana um klukkan fjögur í nótt um fimmtíu sjómílur norðnorðvestur af Straumnesi. Forseti Íslands er um borð í skipinu. 22.1.2023 16:12
Tíu handteknir eftir ofbeldisöldu í Stokkhólmi Tíu manns hafa verið handteknir undanfarinn sólarhring í Stokkhólmi, grunaðir um að eiga aðild að skotárásum og sprengingum sem hafa átt sér stað í sænsku höfuðborginni síðustu vikur. Talsmaður lögreglunnar segir að handtökurnar eigi eftir að verða fleiri. 19.1.2023 23:19
Stofnandi Netflix hættir sem forstjóri Stofnandi Netflix hefur ákveðið að hætta sem einn af forstjórum fyrirtækisins. Hann hefur síðustu ár smátt og smátt komið verkefnum sínum yfir á aðra og er nú formlega hættur. 19.1.2023 23:07
David Crosby er látinn Bandaríski söngvarinn og gítarleikarinn David Crosby er látinn, 81 árs að aldri. 19.1.2023 22:22
Hundabíói aflýst vegna leyfisvandræða Bíósýningu þar sem gestir máttu taka hundana sína með hefur verið aflýst. Ekki tókst að fá leyfi eða undanþágu frá reglum sem banna hunda í kvikmyndahúsum. 19.1.2023 20:36
Dæmi um að sjúklingar hóti starfsfólki með fjölmiðlaumfjöllun Til eru dæmi um að sjúklingar hóti heilbrigðisstarfsfólki með fjölmiðlaumfjöllun geri það ekki það sem sjúklingurinn biður um. Formaður Læknafélags Íslands segir þannig mál vera að færast í aukana og að þetta sé mjög ógnvekjandi fyrir starfsfólk innan geirans. 19.1.2023 20:01