Segir framferði SA og fyrirtækjanna viðbjóðslegt og skammarlegt Stéttarfélagið Efling hélt í dag samstöðufund í Iðnó í Reykjavík. Þar kom saman fjöldi Eflingarfélaga og fór formaður félagsins yfir stöðuna. Hún segir að engin lög séu til sem banna vinnuveitendum að greiða laun í verkbanni. 23.2.2023 12:44
Byggingin átti að kosta um fjóra milljarða Gert var ráð fyrir því í kostnaðaráætlun Arctic Fish að byggingin sem brann á Tálknafirði í morgun ætti að kosta um fjóra milljarða króna. Framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar fiskeldisfyrirtækisins segir að nákvæmar tölur um tjón liggi ekki fyrir. 23.2.2023 11:47
Tveir á slysadeild eftir eld á Tálknafirði Eldur kviknaði í húsnæði í eigu Arctic Fish í botni Tálknafjarðar í morgun. Svæðið hefur verið rýmt af lögreglu, slökkviliði og björgunarsveitum. Tveir voru fluttir á slysadeild með minniháttar meiðsli. 23.2.2023 10:28
Tugir fastir í námu í Kína Tæplega fimmtíu námumenn eru nú fastir í námu í norðurhluta Kína eftir að skriða rann úr hlíð ofan í námuna. Að minnsta kosti fjórir hafa látið lífið. 23.2.2023 09:43
Sló son sinn ítrekað með belti Héraðsdómur Reykjaness dæmdi karlmann í síðustu viku í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir brot í nánu sambandi með því að beita son sinn ítrekuðum og endurteknum líkamlegum refsingum. Maðurinn sló son sinn með belti, ýmist á bak, rass, maga, eða iljar hans. 23.2.2023 08:44
Fölsk ekkja étur lifandi dvergsnjáldru Vísindamenn við Háskólann í Galway á Írlandi birtu nýlega myndband af falskri ekkju (e. False Widow Spider) að éta dvergsnjáldru. Snjáldran er friðuð á Írlandi en köngulóin hefur aldrei áður sést ráðast á hana. 23.2.2023 08:15
Fundu mennina látna á eldfjallinu Yfirvöld í Filippseyjum hafa staðfest að mennirnir fjórir sem voru týndir eftir að flugvél brotlenti á Mayon-eldfjallinu séu látnir. Teymi vinnur nú að því að koma líkum mannanna niður af fjallinu. 23.2.2023 07:28
Kviknaði í rúmdýnu í iðnaðarhúsi í Kópavogi Eldur kviknaði í rúmdýnu í iðnaðarhúsi sem búið er að breyta í herbergi í Kópavogi rétt fyrir klukkan fimm í nótt. Búið var að slökkva eldinn þegar slökkviliðið kom og því þurfti einungis að reykræsta svæðið. 23.2.2023 07:15
Áttatíu flóttamenn flytja í gamla bandaríska sendiráðið Allt að áttatíu flóttamenn munu búa í húsunum sem áður hýstu sendiráð Bandaríkjanna við Laufásveg næstu tvö árin. Miðast er við að dvalartími einstaklings í húsnæðinu verði sex mánuðir. 22.2.2023 14:43
Drottnari í fangelsi eftir að undirlægjan drap kærastann Áströlsk kona hefur verið dæmd í sex ára fangelsi eftir að undirlægja hennar réðst á kærasta hennar og myrti. Hún hafði beðið undirlægjuna um að meiða kærastann alvarlega. Hún hafði kynnst undirlægjunni sex vikum fyrir morðið á vefsíðu fyrir fólk í BDSM-samfélaginu. 22.2.2023 13:31