Gátu ekki hætt að kyssast Elvis-leikarinn Austin Butler og kærasta hans, Kaia Gerber, gátu ekki sleppt hvoru öðru í veislu W-tímaritsins í Los Angeles um helgina. Fjöldi stjarna var samankominn í veislunni. 27.2.2023 14:11
Agnieszka og Ólöf Helga á leið úr stjórn Eflingar Ekkert framboð barst til stjórnar stéttarfélagsins Eflingar fyrir utan lista sem trúnaðarráð samþykkti nýlega. Sá listi er sjálfkjörinn og hverfa Agnieszka Ewa Ziółkowska varaformaður og Ólöf Helga Adolfsdóttir ritari úr stjórninni. 27.2.2023 12:58
Lögreglan leitar að manni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar að manninum á myndunum hér fyrir ofan. Lögreglan vill ná tali af honum. 27.2.2023 12:45
Kristrún búin að eiga Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, og eiginmaður hennar, Einar B. Ingvarsson, eignuðust dóttur í byrjun febrúar. Þetta er þeirra annað barn en fyrir eiga þau dóttur sem fæddist árið 2019. Dóttirin hefur fengið nafnið Ragnhildur Steinunn. 27.2.2023 11:33
Stjörnulífið: Skvísuferð, bræður á skíðum og óléttutilkynning Síðasta vika var afar viðburðarrík. Seinni undankeppni Söngvakeppninnar fór fram, tískuvikan var haldin hátíðleg í London og fóru fjölmargir á árshátíðir. 27.2.2023 10:21
Verðbólgan rýfur tíu prósenta múrinn Vísitala neysluverðs hækkaði um 1,39 prósent milli mánaða og mælist verðbólgan á ársgrundvelli nú 10,2 prósent. Vísitala neysluverðs án húsnæðis hefur hækkað um 8,9 prósent síðustu tólf mánuði. 27.2.2023 09:17
Gummi Tóta og Guðbjörg eignuðust stúlku Fyrir helgi eignuðust knattspyrnumaðurinn og tónlistarmaðurinn Guðmundur Þórarinsson og kærasta hans, Guðbjörg Ósk Einarsdóttir, dóttur. Þetta er fyrsta barn parsins. 27.2.2023 08:33
Mild suðlæg átt í kortunum Spáð er mildri suðlægri átt á landinu í dag, viða fimm til þrettán metrar á sekúndu. Búast má við súld eða dálítilli rigningu á köflum en þurru og björtu veðri á norðaustanverðu landinu. 27.2.2023 07:49
Tommy Fury fyrstur til að sigra Jake Paul Samfélagsmiðlastjarnan Jake Paul tapaði í gær sínum fyrsta hnefaleikabardaga. Hann hafði keppt sex sinnum áður og alltaf unnið en það var litli bróðir heimsmeistarans Tyson Fury, Tommy Fury, sem varð fyrstur til að sigra Paul. 27.2.2023 07:38
Skoða að byggja göngubrú yfir Hvítárgljúfur við Gullfoss Landeigendur jarðar austan megin við Gullfoss skoða nú ásamt öðrum að byggja göngubrú yfir Hvítárgljúfur við Gullfoss. Með brúnni væri hægt að koma í veg fyrir að ráðast þurfi í dýrar framkvæmdir við að byggja upp aðstöðu austan megin en ferðamönnum sem kjósa að fara þeim megin fer fjölgandi með hverju ári. 25.2.2023 10:01