„Eins og að vera með kanarífugl í kolanámu“ Þrátt fyrir að Matvælastofnun ráðleggi fólki að taka ekki með sér hunda á gosstöðvarnar í Geldingadölum eru enn brögð að því að fólk taki hunda með sér. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir það vera líkt og kanarífugl í kolanámu. 2.4.2021 10:18
Festu heitin í stein við eldgosið Par sem staðfesti trúlofunarheit sín við eldgosið í Geldingadölum í morgun segir það hafa verið einstaka stund. Prestur sem átti leið hjá þar sem þau voru uppábúinn bauðst til að gefa þau saman. Þau voru ekki alveg til í það en fengu blessun. 1.4.2021 18:17
Telur sjómenn hlunnfarna um allt að milljarð á síðustu loðnuvertíð Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki greiddu tvöfalt meira fyrir loðnu til vinnslu af norskum skipum en íslenskum í síðustu loðnuvertíð. Formaður Sjómannasambandsins telur íslenska sjómenn hafa verið hlunnfarna um allt að milljarð. Forstjóri Síldarvinnslunnar segir að sínum sjómönnum hafi verið greitt það sem vantaði upp á þeirra hlut í dag. 31.3.2021 19:01
Opna skóla eftir páskafrí með svipuðum takmörkunum og í haust Menntamálaráðherra segir stefnt á að opna skóla eftir páskafrí en með svipuðum takmörkunum og síðasta haust. 30.3.2021 20:00
Ferðamannastraumurinn hefst líklega ekki fyrr en í haust Sex sinnum fleiri komur og brottfarir verða um Keflavíkurflugvöll um páskana en í fyrra. Þær eru þó tífalt færri en árið 2019. Ferðamálastjóri telur eldgosið í Geldingadölum verða fjölfarnasta ferðamannastað landsins næstu misseri en er ekki bjartsýnn á sumarið. 30.3.2021 19:00
Nokkur innanlandssmit rakin til ferðamanns sem virti ekki sóttkví Nokkur kórónuveirusmit sem greinst hafa undanfarna daga eru rakin til ferðamanns sem virti ekki sóttkví. Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir en tíu innanlandssmit greindust í gær. Níu þeirra voru í sóttkví og tengdust fyrri smitum. Ekki hefur tekist að tengja tilfellið sem fannst utan sóttkvíar við önnur smit en Þórólfur vonast til að það skýrist þegar raðgreiningu lýkur. 30.3.2021 11:53
Heilsugæslunni tókst að bólusetja fleiri en voru boðaðir Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu tókst að bólusetja 4400 manns fædda árin 1946-1949 í dag. Fólk var afar ánægt með að fá loks bólusetningu og fáir sem gerðu athugasemd við að bólusett var með bóluefni Astra Zeneca. 26.3.2021 20:00
Með „einhver örlítil einkenni“ sem hann tengdi engan veginn við Covid Tvöfalt fleiri eru í sóttkví í dag en í gær eða um þrettánhundruð manns. Einn þeirra sex sem greindist smitaður af kórónuveirunni í gær var utan sóttkvíar. Flugmaður hjá flugfélaginu Erni smitaðist í gær og var utan sóttkvíar. 26.3.2021 20:00
Kári segir dæmi þess að ferðamenn hundsi sóttkví og fari beint í Geldingadali Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segist hafa heyrt dæmi þess að erlendir ferðamenn sem komi til að skoða eldgosið í Geldingadölum brjóti sóttkví með markvissum hætti. 26.3.2021 17:07
Þakklátur Kári segir hvorki þurfa að óttast bóluefni AstraZeneca né Sputnik V Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, var meðal þeirra sem fengu bólusetningu við Covid-19 nú síðdegis. Um fjögur þúsund manns var boðið í Laugardalshöllina í dag þar sem notast var við bóluefni AstraZeneca. 26.3.2021 15:19