fréttamaður

Berghildur Erla Bernharðsdóttir

Berghildur er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Gagnrýnir aðferðafræði Íslandsbankaútboðsins

Fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir stjórnkerfið hafa tapað trausti og trúverðugleika vegna aðferðarfræðinnar við söluna á Íslandsbanka. Afar mikilvægt sé að upplýsa hvernig fjárfestarnir voru valdir til að kaupa í bankanum á afslætti.

Mjaldrarnir við hestaheilsu og fá nýja laug

Sérhannaðri umönnunarlaug hefur verið komið fyrir í Klettsvík í Vestmannaeyjum svo tvær Mjaldrasystur, sem hafa síðustu mánuði verið í innilaug, geti aðlagast náttúrunni betur. 

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í fréttum Stöðvar 2 og Bylgjunnar klukkan hálf sjö segjum við frá því að níu Íslendingum hefur nú verið bannað að koma til Rússlands. Utanríkisráðherra segir þetta ekki koma á óvart.

Léttir að yfirvöld viðurkenni að brotið var á þeim

Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að greiða fólki sem dvaldi á barnaheimili á Hjalteyri á síðustu öld sanngirnisbætur. Nú þegar liggi fyrir nægar sannanir um að þau hafi verið beitt þar gríðarlegu ranglæti. Maður sem dvaldi á Hjalteyri ásamt systkinum sínum segist klökkur, léttir sé að stjórnvöld hafi ákveðið að hlusta.

Hjalt­eyrar­börnin fá greiddar sann­girnis­bætur frá ríkinu

Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að greiða fólki sem dvaldist á barnaheimili á Hjalteyri á áttunda áratug síðustu aldar sanngirnisbætur. Fram hefur komið að hjón sem höfðu umsjón með börnunum beittu þau gríðarlegu andlegu og líkamlegu  ofbeldi. Þá verður skipuð rannsóknarnefnd um Vöggustofuna í Reykjavík.

Telur að Bjarni hafi brotið lög og segir að hann þurfi að víkja

Fyrrum fjármálaráðherra telur að Bjarni Benediktsson hafi ekki farið að lögum við söluna á Íslandsbanka og þurfi að víkja. Fjármálaráðherra vísar því alfarið á bug og sér enga ástæðu til þess. Þegar mesti bylurinn vegna sölunnar verði yfirstaðinn muni Íslandsbankamálið sjást í öðru ljósi.

Fjármálaráðherra vísar alfarið á bug að hafa brotið lög

Fyrrverandi fjármálaráðherra telur að fjármálaráðherra hafi brotið lög við söluna á Íslandsbanka. Hann þurfi að víkja, salan sýni spillingu og einkavinavæðingu. Fjármálaráðherra vísar þessu algjörlega á bug og ætlar hvergi að víkja. 

Sjá meira