Misskilningur olli því að allir rafbílatenglarnir eru ekki tengdir Framkvæmdastjóri Veitna segir misskilning hafa valdið því að ekki sé búið að tengja rafmagn í stóran hluta þeirra tengla fyrir rafbíla sem Reykjavíkurborg hefur sett upp. Hún segir að málið verði afgreitt á næstunni. 13.9.2018 19:13
Aðeins hægt að nota tólf af 58 rafbílatenglum Aðeins er hægt að nota fimmtung af þeim rafbílatenglum sem Reykjavíkurborg hefur sett upp í miðborginni þar sem Veitur hafa ekki sett rafmagn í þá. Skrifstofustjóri umhverfisgæða hjá borginni segir að rafbílaeigendur séu orðnir verulega óþreyjufullir. Reykjavíkurborg kannar nú hvaða rekstrarform er ákjósanlegast fyrir hleðslustöðvar. 12.9.2018 19:00
Samþjöppun í ferðaþjónustu framundan Prófessor við Háskóla Íslands veltir fyrir sér hvort ferðaþjónusta verði fórnarlamb eigin velgengni eða takist að laga sig að breyttum aðstæðum. 11.9.2018 20:00
Bílaviðgerðir í núverandi mynd leggist af Smurverkstæði, pústþjónusta, bremsuviðgerðir og bílaverkstæði í núverandi mynd verða úr sögunni á næstu árum ef markmið ríkistjórnarinnar um rafbílavæðingu bílaflotans ganga eftir að sögn eiganda vélaverkstæðis. Greinin muni laga sig að þróuninni en ljóst sé að gríðarlegar breytingar verði á öllum störfum. 11.9.2018 19:15
„Gríðarlega mikilvægt að þessi bylting í samgöngum geti átt sér stað sem fyrst“ Nýskráningar dísel- og bensínbíla verða bannaðar árið 2030 nema með sérstökum undantekningum. Bannið er ein þeirra 34 aðgerða sem mælt er fyrir um í nýrri áætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum. Verja á tæpum sjö milljörðum í verkefnið næstu fimm ár. 10.9.2018 20:30
Raforkuþörfin mun meiri en áður hafði verði gert ráð fyrir Endurreiknuð spá um raforkuþörf á Íslandi til ársins tvö þúsund og fimmtíu gerir ráð fyrir mun meiri raforku en áður hafði verið gert ráð fyrir. Samkvæmt spánni mun afhending aukast um áttatíu prósent á næstu þrjátíu árum eða sem nemur þremur Blönduvirkjunum. 10.9.2018 20:15
Hafna því að þögult verðsamráð eigi sér stað Forsvarsmenn Krónunnar og Bónuss gefa lítið fyrir vangaveltur ASÍ um að verslanirnar stundi þögult verðsamráð. 7.9.2018 19:51
Þriðjungi fleiri aldraðir fá aðstoð til að geta búið á eigin heimili Nýtt þjónustuform fyrir aldraða á Akureyri gæti verið nýtt víðar um landið ef vel tekst til. 7.9.2018 19:31
Landspítali ætlar að efla verulega þjónustu og minnka heildarkostnað sjúklinga Landspítalinn ætlar að auglýsa eftir tveimur taugalæknum, auka teymisvinnu og opna nýja göngudeild til að bæta þjónustu við sjúklinga og stytta biðtíma. Forstjóri spítalans segir aðgerðirnar minnka áhrif af tvöföldu heilbrigðiskerfi. 4.9.2018 18:45
Kaptio hlýtur Vaxtasprotann Tæknifyrirtækið Kaptio hlýtur Vaxtasprotann í ár en verðlaunin voru veitt á Café Flóru í Grasagarðinum í morgun. 4.9.2018 11:24