Segir útilistaverkið Pálmatré ekki dýrt Safnstjóri Listasafns Reykjavíkur segir útilistaverkið Pálmatré sem varð hlutskarpast í samkeppni um útilistaverk ekki dýrt. Um sé að ræða afar metnaðarfullt verk sem muni hafa jákvæð áhrif á mannlíf á svæðinu. Kostnaður við það komi frá innviðagjöldum lóðahafa á svæðinu. Listamaðurinn fær tæpar fimmtán milljónir króna í sinn hlut fyrir uppsetningu, hönnun og eftirfylgni með verkinu. 30.1.2019 13:30
Formaður Geðlæknafélags Íslands fagnar frumvarpi um að ríkið niðurgreiði sálfræðiþjónustu Formaður Geðlæknafélags Íslands fagnar því að fram er komið frumvarp um að sjúkratryggingar taki þátt í að greiða niður sálfræðikostnað. Hann gagnrýnir þó að í greinargerð sé kastað rýrð á aðra sem sinna málinu. Verkefnastjóri hjá Landlækni vill meiri samvinnu milli fagstétta í málaflokknum. 29.1.2019 19:00
Eignaðist barn eftir að hafa fengið gjafaegg frá systur sinni Kona, sem fór í tíu frjósemisaðgerðir og eignaðist loks barn eftir að hafa fengið gjafaegg hjá systur sinni, segir umræðu þarfa um málefnið. Margir fáist við frjósemisvanda sem taki gríðarlega á. 28.1.2019 19:00
Segir ávinning þess að Sjúkratryggingar niðurgreiði sálfræðikostnað vega upp á móti kostnaði ríkisins Þingmenn úr öllum flokkum á Alþingi nema Framsókn eru flutningsmenn frumvarps um að ríkið greiði sálfræðikostnað. Formaður Viðreisnar og fyrsti flutningsmaður frumvarpsins er afar ánægð með samstöðuna á þinginu og er vongóð um að málið nái fram að ganga. Verði það að veruleika gæti kostnaðurinn numið hundruðum milljóna króna. 28.1.2019 19:00
Gervigreind til bjargar tungumálum Byrjað er að nota talgreini til að rita ræður alþingismanna í rauntíma en um er að ræða tilraunaverkefni sem Háskólinn í Reykjavík heldur utan um. Þá verður í náinni framtíð hægt að tala íslensku við forrit eins og Siri hjá Apple og Alexu hjá Amazon að sögn forstöðumanns Gervigreindarseturs Háskólans í Reykjavík. 25.1.2019 19:00
Ýmsar ástæður fyrir minnkandi frjósemi Mikil þörf á gjafaeggjum en ársbið er eftir þeim á meðferðarstofu við ófrjósemi að sögn fæðingar-og kvensjúkdómalæknis. Konur hugi of seint að barneiginum á sama tíma og frjósemi hafi minnkað bæði hjá konum og körlum. Umhverfisþættir eins og plast og of mikil seta getur haft áhrif á frjósemi karla. 24.1.2019 19:00
Segir lífskjör stórra hópa geta batnað verði húsnæðistillögur að veruleika Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur að stjórn sambandsins lýsi yfir ánægju með tillögur átakshóps forsætisráðherra í húsnæðismálum. Mörg sveitarfélög hafi nú þegar sótt eftir stofnframlögum til uppbyggingar á leiguhúsnæði. 23.1.2019 13:09
Yfir sexhundruð færri í námi vegna aðgerða LÍN segir stjórnarformaður SÍNE Íslenskum námsmönnum sem sækja nám erlendis og fá námslán frá Lánasjóði íslenskra námsmanna voru ríflega sexhundruð færri árið 2016 en árið 2013. Stjórnarformaður Sambands íslenskra námsmanna í útlöndum segir að dregið hafi gríðarlega úr hvata til náms vegna niðurskurður á námslánum. 23.1.2019 12:00
Leggja til að braggamálinu verði vísað áfram í dag Fulltrúi Flokks fólksins er ekki bjartsýn á að tillaga hennar og fulltrúa Miðflokksins um að vísa braggamálinu til þar til bærra yfirvalda verði samþykkt í borgarstjórn í dag. Oddviti Pírata í borginni segir rangfærslur af ýmsum toga hafa komið fram í málflutningi þessar fulltrúa. Borgarstjóri segir að ef eitthvað saknæmt hefði farið fram hefði Innri endurskoðun vísað málinu áfram. 15.1.2019 13:00
Brýnt að bæta skólphreinsun að mati Umhverfisstofnunar Afar mikilvægt er að bæta skólphreinsun hér á landi að mati Umhverfisstofnunar til að koma í veg fyrir frekari plastmengun. Í nýlegum rannsóknum fannst plast í sjö af hverjum tíu fýlum og allt að helmingi kræklings. 14.1.2019 19:00