Útlit fyrir verulegan samdrátt í flugi og sætaframboði í millilandaflugi á næstu mánuðum Útlit er fyrir að flug um Keflavíkurflugvöll dragist saman um fjórðung og sætaframboð um tæp þrjátíu prósent frá maí til október borið saman við sama tímabil í fyrra. Isavia hefur hins vegar ekki gefið út nýja farþegaspá eftir fall WOW AIR sem flaug þriðju hverja flugferð á síðasta ári. 30.5.2019 19:00
Næg eftirspurn eftir Íslandi en skortur á flugsætum Ferðamálastjóri telur að samdráttur í ferðaþjónustu á þessu ári verði meiri en spáð hefur verið eða um fimmtán til tuttugu prósent. Þetta muni helst koma niður á landsbyggðinni. Eftirspurn eftir Íslandsferðum sé ennþá mikil en ekki sé nægilegt framboð af flugsætum. 30.5.2019 16:59
Stórátak í loftslagsmálum: Viðskiptavinum býðst að kolefnisjafna eldsneytiskaup Einu stærsta átaki sem ráðist hefur verið í til að draga úr losun gróðurhúsaloftegunda hér á landi verður ýtt úr vör í dag að sögn stjórnarformanns Votlendissjóðs. 30.5.2019 12:00
Kalla eftir viðbrögðum stjórnvalda vegna samdráttar í ferðaþjónustu Samdrátturinn í ferðaþjónustunni á þessu ári jafnast á við fimm loðnubresti að mati formanns Samtaka ferðaþjónustunnar. Hún segir afar brýnt að stjórnvöld bregðist við þessari grafalvarlegu stöðu með öflugu markaðsátaki. Ef ekkert verði aðhafst verði niðursveiflan í ferðaþjónustunni mun lengri en spáð hefur verið. 29.5.2019 19:00
Ætlar að stórbæta réttindi leigjenda Alls eru þrjátíu þúsund manns á leigumarkaði hér á landi og hefur þeim fjölgað um sextíu prósent á rúmum tíu árum. Félagsmálaráðherra segir að frumvarp um breytingar á húsleigulögum verði lagt fyrir Alþingi í haust þar sem komi fram verulegar réttarbætur fyrir leigjendur. 29.5.2019 12:45
Segir að of seint hafi verið að bjarga WOW strax í september 2018 Helmingur þess fjármagns sem safnaðist í skuldabréfaútboði WOW AIR í haust kom til vegna skuldbreytinga þannig að fjármagnið nýttist ekki beint til rekstar Wow að sögn höfundar nýrrar bókar um flugfélagið. Hann telur að eftir útboðið hafi verið orðið ljóst að ekki var hægt að bjarga félaginu. 28.5.2019 14:30
Aðeins einstaklingsherbergi og innigarðar í nýjum meðferðarkjarna Landspítala Nýr meðferðarkjarni við Landsspítalann sem verið er að byggja mun gjörbylta allri aðstöðu fyrir sjúklinga og starfsfólk að sögn forstjóra spítalans. Þar verða aðeins einsmannsherbergi og engir sjúkrahússgangar. Hönnunarstjóri segir mikilvægt að byrja strax að huga að nýjum Landspítala. 21.5.2019 19:45
27 flugfélög fljúga um Keflavík í sumar en ný farþegaspá liggur ekki fyrir Isavia hefur ekki gefið út nýja farþegaspá fyrir næsta sumar eftir fall WOW AIR sem var ásamt Icelandair með um átta af hverjum tíu flugferðum til og frá landinu síðustu ár. 27 flugfélög fljúga til og frá Keflavíkurflugvelli. Þar af hafa þrjú flugfélög tilkynnt um viðbótarferðir til fimm áfangastaða. 21.5.2019 19:00
Sveitarfélögin og ríkið semja um kostnaðarskiptingu Borgarlínu Borgarstjóri býst ekki við að neitt sveitarfélag á höfuðborgarsvæðinu dragi sig út úr borgarlínuverkefninu. Nú standi yfir samningaviðræður milli sveitarfélagana og ríkisins um fjármögnum og kostnaðarskiptingu verkefnisins og stofnvegaframkvæmdir. Áætlanir geri ráð fyrir að framkvæmdirnar kosti um hundrað milljarða króna á næstu 15 árum. 21.5.2019 14:00
Sjálfsagt að íhuga að fá fagfólk í mannauðsmálum við Þjóðleikhúsið Þjóðleikhússtjóri segir sjálfsagt mál að íhuga að fá sérfræðing í mannauðsmálum til starfa í Þjóðleikhúsið. Markmið sitt sé að bæta starfsumhverfið. Félag íslenskra leikara og sviðslistafólks hefur farið fram á að ráðið sé fagfólk til að fara yfir samskipti hans við listamenn vegna kvartana sem hafa borist til félagsins. 21.5.2019 12:00