Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendastofa hefur sektað Hemmett ehf, rekstraraðila Hugur Studio, um 100 þúsund krónur vegna rangra fullyrðinga félagsins um virkni sveppadropa og sveppadufts sem það hafði til sölu. 30.6.2025 07:57
Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Allkröpp lægð er nú á leið til norðausturs milli Íslands og Færeyja og mun hún valda suðvestan hvassviðri í dag. Á Íslandi liggjum við þó í mun hægari norðanátt vestan lægðarmiðjunnar þar sem vindhraði verður yfirleitt á bilinu fimm til tíu metrar á sekúndu. 30.6.2025 07:08
Var ekki með réttindi til að aka hjólinu sem átti ekki að vera í umferð Ökumaður bifhjóls sem lést af völdum áverka sem hann hlaut eftir að hafa kastast af hjólinu á Heiðmerkurvegi í mars 2024 var ekki með ökuréttindi fyrir bifhjólinu. Þá átti hjólið ekki að vera í umferð þar sem skráningarnúmer þess hafði verið innlagt hjá skoðunarstofu. Rannsóknarnefnd samgönguslysa áréttar að mikilvægt sé að ökumenn þarfnist þjálfunar við til að öðlast ökuréttindi. 25.6.2025 12:47
Lokanir á brúnni yfir Jökulsá í kvöld Gera má ráð fyrir lokunum á brúnni yfir Jökulsá á Breiðamerkursandi við Jökulsárlón, í kvöld og í nótt vegna viðgerða. 25.6.2025 12:14
Benedikt nýr skólameistari VMA Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, hefur skipað Benedikt Barðason í embætti skólameistara Verkmenntaskólans á Akureyri til fimm ára frá 1. ágúst næstkomandi. 25.6.2025 10:13
Verður nýr skólameistari á Húsavík Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, hefur skipað Halldór Jón Gíslason í embætti skólameistara Framhaldsskólans á Húsavík til fimm ára frá 1. ágúst næstkomandi. 25.6.2025 08:28
Senda þjóðinni „skýr skilaboð“ á óróatímum Aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu og varnarsamningurinn við Bandaríkin verða áfram grunnstoðir í utanríkisstefnu Íslands og ekki verður eðilsbreyting á sambandi Íslands og NATO. Þá verður ráðist í að styrkja innviði hér á landi sem styðja við öryggi og varnir landsins og er markmiðið að árið 2035 verði 1,5 prósent af vergri landsframleiðslu varið til að styðja við öryggi og varnir landsins á ýmsan hátt. 25.6.2025 07:03
33 ára sósíalisti hafði betur gegn Cuomo í New York Andrew Cuomo, fyrrverandi ríkisstjóri New York-ríkis, hefur ákveðið að draga framboð sitt til baka í forkosningum Demókrata um hver verður frambjóðandi flokksins í borgarstjórakosningum í New York sem fram fara í nóvember. 25.6.2025 06:38
Slagsmál á hóteli í miðborginni Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út þegar tilkynnt var um slagsmál á hóteli í miðborg Reykjavíkur. Þegar lögreglu bar að garði var einn maður sagður mjög æstur og hafði hann, að sögn vitna, verið aðalvandamálið á svæðinu. 25.6.2025 06:10
Sektaður um 240 þúsund fyrir að halda sauðfé í Grindavík Atvinnuvegaráðuneytið hefur staðfest ákvörðun Matvælastofnunar um að sekta sauðfjárbónda í Grindavík um 240 þúsund krónur fyrir að hafa haldið sauðfé í bænum og brotið gegn reglugerðum um velferð dýra. Kindurnar gengu lausar um sprungusvæði og fóru um tún sem almannavarnir höfðu flokkað hættulegt vegna stórrar sprungu. 24.6.2025 10:58