Hiti að tíu stigum en víða næturfrost Skammt suðvestur af landinu er nú kyrrstæð hæð sem beinir fremur hægum vestlægum áttum að landinu. Vestanáttinni fylgja lágský, sem leggjast yfir, einkum um landið vestanvert, með þokumóðu eða súld við sjávarsíðuna. 12.3.2025 07:08
Skarphéðinn til Sagafilm Sagafilm hefur ráðið Skarphéðinn Guðmundsson, fyrrverandi dagskrárstjóra Ríkissjónvarpsins, sem framkvæmdastjóra Sagafilm á Íslandi. Skarphéðinn tekur við starfinu af Þór Tjörva Þórssyni. Skarphéðinn mun hefja störf snemma sumars. 11.3.2025 12:56
Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis heldur opinn fund í dag þar sem fjallað verður um skýrslur peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands til Alþingis fyrir árið 2024. 11.3.2025 08:24
Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt tvær brasilískar konur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa smyglað samtals rúmlega þremur og hálfu kílói af kókaíni til landsins með flugi í nóvember síðastliðnum. 11.3.2025 07:54
Vestlæg átt leikur um landið Skammt suðvestur af landinu er nú kyrrstæð hæð sem stýrir veðrinu á landinu á næstunni. Vestlæg átt leikur því um landið og má sums staðar reikna með strekkings vindi norðantil. Hins vegar verður mun hægari vindur syðra. 11.3.2025 07:10
Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Öðrum þeirra manna sem fór í sjóinn við Akraneshöfn í óveðrinu um þarsíðustu helgi er haldið sofandi á gjörgæsludeild Landspítalans. 10.3.2025 14:11
Lúxemborgskur prins látinn Lúxemborgski prinsinn Friðrik er látinn, 22 ára að aldri. Hann lést af völdum sjaldgæfs genasjúkdóms, POLG. 10.3.2025 13:31
Ráðinn fjármálastjóri Origo Origo hefur ráðið Brynjólf Einar Sigmarsson sem framkvæmdastjóra fjármála hjá Origo og hefur hann þegar hafið störf. 10.3.2025 10:41
Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Alvogen Pharma US, Inc. hefur lokið endurfjármögnun allra langtímalána félagsins. Lánstíminn er þar lengdur og skuldsetning lækkuð. 10.3.2025 08:11
Víða allhvass vindur norðantil síðdegis Skammt suðvestur af landinu er nú háþrýstisvæði en norðan af landinu er smálægð sem nálgast og veldur vaxandi vestanátt á norðanverðu landinu. 10.3.2025 07:13