Íþróttafréttamaður

Aron Guðmundsson

Aron fjallar um íþróttir fyrir Vísi og Stöð 2.

Nýjustu greinar eftir höfund

Truflar Davíð ekki að fólk efist um hann vegna for­­tíðar hans

Davíð Smári Lamu­de, þjálfari liðs Vestra í fót­bolta sem á dögunum tryggði sér sæti í Bestu deildinni í fyrsta sinn í sögunni, segir það ekki trufla sig að ein­hverjir séu ekki vissir með hann sökum for­tíðar hans. Hann hafi verið ungur og vit­laus á þeim tíma.

Svona getur Ver­stappen orðið heims­meistari um helgina

Þrátt fyrir að sex keppnis­helgar séu eftir af yfir­standandi tíma­bili í For­múlu 1 móta­röðinni getur ríkjandi heims­meistari öku­manna, Hollendingurinn Max Ver­stappen sem er öku­maður Red bull Ra­cing, tryggt sér sinn þriðja heims­meistara­titil á ferlinum er For­múla 1 mætir til Katar.

Kone kjálka­brotinn og lengi frá eftir högg frá Drungi­las: „Full­­­­mikið af því góða“

Kevin Kone, nýr er­lendur leik­maður karla­liðs Stjörnunnar í körfu­bolta, missir af upp­hafi tíma­bils í Subway deild karla eftir að hafa kjálka­brotnað þegar Adomas Drungi­las, leik­maður Tinda­stóls, gaf honum oln­boga­skot í æfinga­leik liðanna á dögunum. Arnar Guð­jóns­son, þjálfari Stjörnunnar, segir meiðsli Kone bæta gráu ofan á svart fyrir liðið sem er ansi þunn­skipað þessa stundina.

„Mér var vel tekið og fyrir það er ég of­­boðs­­lega þakk­látur“

Davíð Smári Lamu­de, þjálfari fót­bolta­liðs Vestra sem á dögunum tryggði sér sæti í Bestu deild karla í fyrsta sinn í sögu fé­lagsins, segist aldrei hafa órað fyrir því að hann myndi stýra liði á Laugar­dals­velli í jafn stórum og mikil­vægum leik og úr­slita­leikur Vestra og Aftur­eldingar í um­spili Lengju­deildarinnar á dögunum var. Hann er þakk­látur Vest­firðingum fyrir góðar mót­tökur á hans fyrsta tíma­bili sem þjálfari Vestra.

Á­hugi á Alberti á Ítalíu og á Spáni: Meistararnir lengi fylgst með stöðu mála

Frammi­staða ís­lenska fót­bolta­mannsins Alberts Guð­munds­sonar í upp­hafi yfir­standandi tíma­bils, með Genoa í efstu deild Ítalíu, hafa vakið upp á­huga af kröftum hans hjá nokkrum af stærstu liðum landsins, meðal annars ríkjandi Ítalíu­meisturum Napoli. Þá ku einnig vera á­hugi frá fót­bolta­liðum á Spáni.

Zlatan gagn­rýnir nálgun Ten Hag hjá Manchester United

Sænska knattspyrnugoðsögnin Zlatan Ibrahimovic, fyrrum leikmaður Manchester United, tjáir sig um stöðu síns fyrrum félags í viðtali við breska fjölmiðlamanninn Piers Morgan og ræðir þar ansi ítarlega stöðu hollenska knattspyrnustjórans Erik ten Hag.

Sjá meira