Katla skrifar undir þriggja ára samning við Kristianstad Katla Tryggvadóttir hefur skrifað undir þriggja ára samning við sænska úrvalsdeildarfélagið Kristianstad. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá félaginu. 24.11.2023 11:57
Túfa látinn fara frá Östers IF Fótboltaþjálfarinn Srdjan Tufegdzic, sem hafði getið sér gott orð sem þjálfari hér heima á Íslandi, hefur verið látinn fara frá sænska B-deildar liðinu Östers IF. Frá þessu greinir félagið í yfirlýsingu. 24.11.2023 11:31
Krefst þess að Alves fái níu ára fangelsisdóm Saksóknari á Spáni krefst níu ára fangelsisvistar yfir Dani Alves, fyrrum leikmanni Barcelona og landsliðsmanni Brasilíu í fótbolta fyrir meint kynferðisbrot hans sem hann hefur verið ákærður fyrir. 24.11.2023 10:31
Litlar sem engar líkur taldar á EM sæti Íslands Tölfræðiveitan Football Meets Data hefur reiknað út líkur þeirra liða, sem taka þátt í umspili um laust sæti á EM 2024 í fótbolta, á að tryggja sér sæti á EM í gegnum umspilið. Ísland er á meðal þátttökuþjóða í umspilinu. 23.11.2023 23:30
Þjálfari Júlíusar sakfelldur Mikkjal Thomassen, þjálfari norska knattspyrnufélagsins Fredrikstad, hefur verið dæmdur í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi af dómstóli í Færeyjum í kjölfar hótunar sem hann beindi að knattspyrnumanni í Færeyjum í fyrra. 23.11.2023 17:00
Arnór Borg orðinn leikmaður FH Arnór Borg Guðjohnsen hefur gengið endanlega í raðir Bestu deildar liðs FH frá Víkingi Reykjavík. Frá þessu greina FH-ingar í færslu á samfélagsmiðlum í dag. 23.11.2023 15:47
Åge hefur trú á Íslandi í umspilinu: „Í fótbolta er ekkert ómögulegt“ Age Hareide, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta lýst vel á möguleika liðsins í umspili fyrir EM. Ísland mætir Ísrael í undanúrslitum umspilsins og hefur Hareide trú á því að liðið geti tryggt sér sæti á EM. Hann vonast til að allir bestu og reyndustu leikmenn Íslands verði klárir í baráttuna í mars. 23.11.2023 15:27
Þórir og „farandsirkusinn“ halda sínu striki Þórir Hergeirsson, landsliðsþjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta heldur ákvörðun sinni ,um að takmarka samskipti leikmanna og þjálfara við stuðningsmenn liðsins á meðan á HM í handbolta stendur, til streitu. 23.11.2023 14:30
„Leikur gegn Ísrael mjög álitlegur kostur fyrir okkur“ Jóhannes Karl Guðjónsson, aðstoðarlandsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, segir leið liðsins að EM sæti í gegnum umspil í mars á næsta ári vera leið sem hægt sé að sætta sig við. Ísland mun mæta Ísrael í undanúrslitum umspilsins. 23.11.2023 12:47
Þurfum söguleg úrslit: Ísland hefur aldrei unnið Ísrael Íslenska karlalandsliðið þarf að brjóta blað í sögunni til þess að tryggja sér sæti í úrslitum EM-umspilsins í mars á næsta ári. Liðið leikur undanúrslitaleik við Ísrael í mars. 23.11.2023 11:44
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti