Íþróttafréttamaður

Aron Guðmundsson

Aron fjallar um íþróttir fyrir Vísi og Stöð 2.

Nýjustu greinar eftir höfund

Andaði léttar er mar­traðar­riðill þaut hjá

Ís­lenska kvenna­lands­liðið í fót­bolta var í pottinum þegar dregið var í undan­keppni EM 2025 í fót­bolta í gær. Lands­liðs­þjálfarinn andaði léttar eftir að Ís­land slapp við sann­kallaðan mar­traðar­riðil. Átt­faldir Evrópu­meistarar bíða þó Stelpnanna okkar.

Skyggnst á bak við tjöldin: „Þetta er frá­bær upp­­hitun“

Í kvöld, sunnudaginn 3. mars, klukkan 20.00 hefur göngu sína á Stöð 2 Sport önnur þátta­röð Lengsta undir­búnings­tíma­bils í heimi. Þættirnir eru í um­sjón Baldurs Sigurðs­sonar, sem hefur yfir að skipa löngum ferli í efstu deild hér á landi, en í þáttunum er kíkt á bak­við tjöldin í undir­búninginni liða fyrir átökin í Bestu deildinni í fót­bolta.

Þurfa sinn besta leik til þess að fá svörin

Ís­lenska kvenna­lands­liðið í hand­bolta mætir ógnar­sterku liði Sví­þjóðar á úti­velli í undan­keppni EM 2024 í dag. Fyrri leik liðanna lauk með þrettán marka sigri Svía, sem hafa yfir að skipa einu besta lands­liði í heimi. Þetta eru hins vegar leikirnir sem ís­lenska liðið vill fá, segir Arnar Péturs­son, lands­liðs­þjálfari Ís­lands. Liðið þurfi að ná fram sínum besta leik í dag til þess að hann nýtist okkur í fram­haldinu.

Ekki fyrir fram á­kveðin at­burða­rás: „Sá þetta bara í fjöl­miðlum“

Eftir nokkurt ó­­vissu­­tíma­bil hefur Aron Jóhanns­­son skrifað undir nýjan samning við Bestu deildar lið Vals. Breiða­blik reyndi að kló­­festa miðju­manni reynda en án árangurs. Hann þver­­tekur fyrir að um fyrir fram á­­kveðna at­burða­rás hafi verið að ræða, af sinni hálfu, til þess að vænka samnings­stöðu sína gagn­vart Val.

Endur­­­galt traustið með bombu innan vallar

Eftir mánuði þjakaða af litlum spila­tíma á sínu fyrsta tíma­bili í at­vinnu­mennsku, minnti hand­bolta­maðurinn Arnór Snær Óskars­son ræki­lega á sig í fyrsta leik sínum með Ís­lendinga­liði Gum­mers­bach á dögunum í þýsku úrvalsdeildinni.

Toto vill allt upp á borðið tengt rann­sókn á Horn­er

Toto Wolff, fram­kvæmda­stjóri For­múlu 1 liðs Mercedes, segir rann­sókn á á­sökunum á hendur Christian Horn­er, liðs­stjóra Red Bull Ra­cing, um meinta ó­við­eig­andi hegðun í garð kven­kyns starfs­manns liðsins, vera mál sem varðar For­múlu 1 í heild sinni. Vill hann fá allt upp á borðið tengt rann­sókninni.

„Get bara sjálfum mér um kennt“

Þrátt fyrir fá tækifæri sér íslenski landsliðsmarkvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson, ekki eftir þeirri ákvörðun sinni á sínum tíma að ganga til liðs við enska úrvalsdeildarfélagið Arsenal.

Fylgdi hjartanu og tók á­hættu

Ís­lenska lands­liðs­konan í hand­bolta, Perla Ruth Alberts­dóttir, þurfti að taka stóra á­kvörðun fyrir yfir­standandi tíma­bil. Átti hún að fylgja upp­eldis­fé­lagi sínu Sel­foss niður í næst efstu deild í endur­komu sinni eða halda á önnur mið? Perla á­kvað að halda tryggð við Sel­fyssinga sem hafa reynst ó­stöðvandi á tíma­bilinu og tryggt sér sæti í efstu deild á nýjan leik.

„Myndi klár­­lega sjá eftir því ef ég myndi hætta núna“

Undan­farin ár hafa reynst sprett­hlauparanum Guð­björgu Jónu Bjarna­dóttur krefjandi og erfið. Hún bar þó sigur úr býtum í 400 metra hlaupi á Meistara­móti Ís­lands um ný­liðna helgi og hefur fengið byr undir báða vængi með góðri á­kvörðun. Fyrir ekki svo löngu síðan var Guð­björg ná­lægt því að gefa hlaupa­ferilinn upp á bátinn.

Sæ­var viss um að hag­ræðing úr­­slita hafi átt sér stað

Alla jafna þykja æfingar­leikir tveggja liða ekki mikið frétta­efni en Íslendingaslagur Lyng­by og Ham/Kam í Tyrk­landi á dögunum hefur svo sannar­lega hlotið verð­skuldaða at­hygli. Nokkrir Íslendingar, þar á meðal Sævar Atli Magnússon, leika með liði Lyngby og þá er Viðar Ari Jónsson á mála hjá Ham/Kam.

Sjá meira