Furðar sig á fjarveru Lárusar Orra: „Finnst þetta skrítið“ Baldur Sigurðsson, sérfræðingur í Stúkunni, furðaði sig á fjarveru nýráðins þjálfara ÍA, Lárusar Orra Sigurðssonar í leik Skagamanna gegn Stjörnunni um síðastliðna helgi sem tapaðist 3-0. Ef að Lárus, sem var sérfræðingur í Stúkunni áður, hefði verið í setti hefði hann spurt sig hvaða kjaftæði væri í gangi. 24.6.2025 15:01
Ná samkomulagi um kaup á Alberti Ítalskir fjölmiðlar greina nú frá því að ítalska úrvalsdeildarfélagið Fiorentina hafi náð munnlegu samkomulagi við Genoa um kaup á íslenska landsliðsmanninum Alberti Guðmundssyni. 24.6.2025 14:11
Verðug verkefni bíða Breiðabliks og Vals í Meistaradeildinni Tvö Íslensk lið, Valur og Breiðablik, voru í pottinum þegar dregið var í forkeppni Meistaradeildar Evrópu kvenna í fótbolta í dag. Bæði lið sitja hjá í fyrstu umferð forkeppninnar en koma inn í þeirri annarri. 24.6.2025 13:31
Óskar láti gagnrýnisraddir úr Vesturbæ sem vind um eyru þjóta KR steinlá gegn erkifjendum sínum í Val, 6-1, í Bestu deildinni í fótbolta í gær. Rætt var um stöðu KR og Óskars Hrafns Þorvaldssonar, þjálfara liðsins í Stúkunni í gær. 24.6.2025 11:02
Fóru yfir lætin í Kópavogi: „Höskuldur tryllist strax frá byrjun“ Það gekk á ýmsu undir lok leiks Breiðabliks og Fram í 12.umferð Bestu deildar karla í gær. Slagsmál brutust út milli leikmanna og tvö rauð spjöld fóru á loft. Farið var yfir atburðarásina í Stúkunni á Sýn Sport í gær. 24.6.2025 09:30
Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnari Sigtryggssyni var sagt upp störfum sem þjálfari Leipzig í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta eftir nýafstaðið tímabil. Rúnar starfaði við krefjandi aðstæður hjá Leipzig, barðist fyrir því að halda íslenskum landsliðsmanni innan sinna raða en fékk það ekki í gegn. 24.6.2025 07:30
Elísabet stefnir á risa afrek með Belgíu á EM Elísabet Gunnarsdóttir, landsliðsþjálfari belgíska kvennalandsliðsins í fótbolta, segir að það yrði risa afrek ef Belgía kæmist upp úr sterkum B-riðli á komandi Evrópumóti í Sviss. Hún hefur haft knappan tíma til þess að koma sínum gildum á framfæri. 23.6.2025 16:45
Segja Hákon Arnar undir smásjá stórliðs Íslenski landsmaðurinn Hákon Arnar Haraldsson, leikmaður franska liðsins Lille er undir smásjá ítalska stórliðsins Roma. 23.6.2025 15:02
Farnar á EM í Sviss en koma fyrst við í Serbíu Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta hélt af landi brott í morgun og framundan Evrópumótið í fótbolta í Sviss. Áður en þangað er haldið kemur liðið hins vegar við í Serbíu. 23.6.2025 14:32
Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Íslenska landsliðið í handbolta, skipað leikmönnum tuttugu og eins árs og yngri, vann nokkuð öruggan sautján marka sigur á Mexíkó, 41-24, á HM tuttugu og eins árs landsliða í Póllandi í dag. 23.6.2025 13:43