Íþróttafréttamaður

Aron Guðmundsson

Aron fjallar um íþróttir fyrir Vísi og Stöð 2.

Nýjustu greinar eftir höfund

Ritaði ítar­­lega grein um Gylfa Þór: „Ís­­lenska þjóðin í hans horni“

Á vef breska miðilsins The Athletic í morgun birtist ítarleg grein um íslenska landsliðsmanninn í fótbolta, Gylfa Þór Sigurðsson leikmann Vals. Í greininni er farið yfir undanfarin tvö ár í lífi leikmannsins og reynt að fá betri mynd af þeirri ákvörðun hans að snúa aftur heim til Íslands og halda áfram með ferilinn hér heima.

Ný­liðarnir sanka að sér dýr­mætri reynslu

Hið nýja For­múlu 1 lið Audi er farið að taka á sig mynd og hefur þýski bíla­fram­leiðandinn sankað að sér reynslu­boltum úr móta­röðinni upp á síð­kastið fyrir frum­raun sína í For­múlu 1

Túfa er mættur á Hlíðar­enda: „Kasta ekki inn hvíta hand­klæðinu“

Eftir tap gegn skoska liðinu St. Mirren í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta í gær greindi stjórn knattspyrnudeildar Vals frá því að þjálfara liðsins, Arnari Grétarssyni, hefði verið sagt upp störfum. Inn í hans stað hefur Srdjan Tufegdzic, betur þekktur sem Túfa, verið ráðinn sem þjálfari Vals. Vendingar sem marka endurkomu hans til Vals. 

Tvö hundruð þúsund smokkar í ólympíu­þorpinu: „Ekki deila öðru en sigrinum“

„Ekki deila öðru en sigrinum, verðu þig fyrir kynsjúkdómum,“ stendur á um­búðum smokka sem kepp­endur í ólympíu­þorpinu á Ólympíu­leikunum í París geta nálgast sér að kostnaðar­lausu. Alls hafa yfir tvö hundruð og tuttugu þúsund smokkar verið gerðir að­gengi­legir fyrir í­þrótta­fólk á Ólympíu­leikunum í ólympíu­þorpinu þetta árið.

Stjarna Svía ekki með gegn Kró­ötum Dags: Sjald­­séð blátt spjald fór á loft

Sænska hand­bolta­stjarnan Jim Gott­frids­son tekur út leik­bann gegn Degi Sigurðs­syni og læri­sveinum hans í króatíska lands­liðinu þegar að liðin mætast í mikil­vægum leik á Ólympíu­leikunum í París. Gott­frids­son fékk að líta sjald­séð blátt spjald í leik Svía gegn Slóvenum á dögunum og tekur því út leik­bann í leik morgun­dagsins.

Óskar Hrafn ráðinn næsti þjálfari KR

Óskar Hrafn Þor­valds­son tekur við þjálfun karla­liðs KR í fót­bolta eftir yfir­standandi tíma­bil. Þetta kemur fram í frétta­til­kynningu KR. Þar segir jafn­framt að Óskar Hrafn komi inn í þjálfara­t­eymi liðsins nú þegar að beiðni nú­verandi þjálfara KR, Pálma Rafns Pálmars­sonar. Í frétta­til­kynningu KR er einnig greint frá því að Pálmi muni taka við sem fram­kvæmda­stjóri KR þegar nú­verandi samningur hans við knatt­spyrnu­deild rennur út.

Niður­brotin Marta gekk grátandi af velli

Brasilíska knatt­spyrnu­goð­sögnin Marta gekk grátandi af velli eftir að hafa fengið að líta rauða spjaldið í leik Brasilíu gegn Spáni á Ólympíu­leikunum í París í gær. Leikurinn gæti hafa verið sá síðasti á glæstum lands­liðs­ferli Mörtu og var sá tvö­hundruðasti í röðinni hjá leik­manninum með brasilíska lands­liðinu.

Manchester City gengst við brotum

Enska úr­vals­deildar­fé­lagið Manchester City gegnst við því að hafa ítrekað brotið reglu L.33 í reglu­verki ensku úr­vals­deildarinnar. Reglan snýr að upp­hafs­tíma leikja sem og á­fram­haldi þeirra eftir hálf­leiks­hlé. Fé­lagið mun greiða sekt sem nemur rúmum tveimur milljónum punda.

Staða Toney í upp­námi

Staða enska framherjans Ivan Toney, sóknarmanns enska úrvalsdeildarfélagsins Brentford, hefur gjörbreyst eftir að maðurinn sem félagið hafði hugsað sér sem arftaka hans meiddist á hné og verður lengi frá. 

Sjá meira