Ritaði ítarlega grein um Gylfa Þór: „Íslenska þjóðin í hans horni“ Á vef breska miðilsins The Athletic í morgun birtist ítarleg grein um íslenska landsliðsmanninn í fótbolta, Gylfa Þór Sigurðsson leikmann Vals. Í greininni er farið yfir undanfarin tvö ár í lífi leikmannsins og reynt að fá betri mynd af þeirri ákvörðun hans að snúa aftur heim til Íslands og halda áfram með ferilinn hér heima. 9.9.2024 10:54
Nýliðarnir sanka að sér dýrmætri reynslu Hið nýja Formúlu 1 lið Audi er farið að taka á sig mynd og hefur þýski bílaframleiðandinn sankað að sér reynsluboltum úr mótaröðinni upp á síðkastið fyrir frumraun sína í Formúlu 1 2.8.2024 16:30
Túfa er mættur á Hlíðarenda: „Kasta ekki inn hvíta handklæðinu“ Eftir tap gegn skoska liðinu St. Mirren í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta í gær greindi stjórn knattspyrnudeildar Vals frá því að þjálfara liðsins, Arnari Grétarssyni, hefði verið sagt upp störfum. Inn í hans stað hefur Srdjan Tufegdzic, betur þekktur sem Túfa, verið ráðinn sem þjálfari Vals. Vendingar sem marka endurkomu hans til Vals. 2.8.2024 15:30
Tvö hundruð þúsund smokkar í ólympíuþorpinu: „Ekki deila öðru en sigrinum“ „Ekki deila öðru en sigrinum, verðu þig fyrir kynsjúkdómum,“ stendur á umbúðum smokka sem keppendur í ólympíuþorpinu á Ólympíuleikunum í París geta nálgast sér að kostnaðarlausu. Alls hafa yfir tvö hundruð og tuttugu þúsund smokkar verið gerðir aðgengilegir fyrir íþróttafólk á Ólympíuleikunum í ólympíuþorpinu þetta árið. 2.8.2024 14:31
Úlfúð á Ólympíuleikunum: „Hef aldrei verið slegin svona áður“ Þátttaka hinnar alsírsku Imane Khelif í kvennaflokki í hnefaleikum á yfirstandandi Ólympíuleikum í París hefur valdið fjaðrafoki. Khelif var meinuð þátttaka á heimsmeistaramóti síðasta árs eftir að hafa ekki staðist kynjapróf. 1.8.2024 14:59
Stjarna Svía ekki með gegn Króötum Dags: Sjaldséð blátt spjald fór á loft Sænska handboltastjarnan Jim Gottfridsson tekur út leikbann gegn Degi Sigurðssyni og lærisveinum hans í króatíska landsliðinu þegar að liðin mætast í mikilvægum leik á Ólympíuleikunum í París. Gottfridsson fékk að líta sjaldséð blátt spjald í leik Svía gegn Slóvenum á dögunum og tekur því út leikbann í leik morgundagsins. 1.8.2024 13:31
Óskar Hrafn ráðinn næsti þjálfari KR Óskar Hrafn Þorvaldsson tekur við þjálfun karlaliðs KR í fótbolta eftir yfirstandandi tímabil. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu KR. Þar segir jafnframt að Óskar Hrafn komi inn í þjálfarateymi liðsins nú þegar að beiðni núverandi þjálfara KR, Pálma Rafns Pálmarssonar. Í fréttatilkynningu KR er einnig greint frá því að Pálmi muni taka við sem framkvæmdastjóri KR þegar núverandi samningur hans við knattspyrnudeild rennur út. 1.8.2024 12:43
Niðurbrotin Marta gekk grátandi af velli Brasilíska knattspyrnugoðsögnin Marta gekk grátandi af velli eftir að hafa fengið að líta rauða spjaldið í leik Brasilíu gegn Spáni á Ólympíuleikunum í París í gær. Leikurinn gæti hafa verið sá síðasti á glæstum landsliðsferli Mörtu og var sá tvöhundruðasti í röðinni hjá leikmanninum með brasilíska landsliðinu. 1.8.2024 11:31
Manchester City gengst við brotum Enska úrvalsdeildarfélagið Manchester City gegnst við því að hafa ítrekað brotið reglu L.33 í regluverki ensku úrvalsdeildarinnar. Reglan snýr að upphafstíma leikja sem og áframhaldi þeirra eftir hálfleikshlé. Félagið mun greiða sekt sem nemur rúmum tveimur milljónum punda. 31.7.2024 18:00
Staða Toney í uppnámi Staða enska framherjans Ivan Toney, sóknarmanns enska úrvalsdeildarfélagsins Brentford, hefur gjörbreyst eftir að maðurinn sem félagið hafði hugsað sér sem arftaka hans meiddist á hné og verður lengi frá. 31.7.2024 15:31