Ten Hag verði ekki rekinn Breski miðilinn The Telegraph heldur því fram í morgun að staða Hollendingsins Erik ten Hag í starfi knattspyrnustjóra Manchester United sé örugg þrátt fyrir afleit úrslit að undanförnu. Ten Hag mætti snemma til vinnu í dag eftir þungt tap á heimavelli gegn Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í gær. 30.9.2024 09:30
Ísold eltir annan draum: „Erfiðasta ákvörðun sem ég hef þurft að taka í lífinu“ Hin sautján ára gamla Ísold Sævarsdóttir. Sem var einn besti leikmaður efstu deildar kvenna í körfubolta á síðasta tímabili. Hefur tekið þá erfiðu ákvörðun að taka sér hlé frá körfuboltaiðkuninni til þess að elta annan draum. 28.9.2024 09:00
Mögnuðu tímabili nýliðans Clark lokið: „Get orðið miklu betri“ Nýliðatímabili stórstjörnunnar Caitlin Clark í WNBA deildinni í körfubolta er lokið. Lið hennar, Indiana Fever, féll úr leik í úrslitakeppni deildarinnar í nótt. Clark hefur rifið deildina upp á annað plan í vinsældum og um leið sett fjöldan allan af metum. Framhaldið er afar spennandi. Ekki bara fyrir WNBA deildina. Heldur körfuboltann í heild sinni. 26.9.2024 12:00
Tekur hanskana af hillunni og hjálpar Börsungum í neyð Markmannshankarnir voru ekki lengi á hillunni hjá hinum 34 ára gamla Wojciech Szczesny sem hefur nú tekið þá af hillunni og samið við spænska úrvalsdeildarfélagið Barcelona. 25.9.2024 16:17
Óttast ekki bikarþynnku: „Alvöru sigurvegarar finna sér hvatningu“ Nýkrýndir bikarmeistarar KA mæta svo til pressulausir til leiks í Bestu deildina í dag. Á heimavelli gegn HK-liði sem berst fyrir lífi sínu í deildinni. Með ekkert sérstakt til að keppa að í deildinni óttast Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA-manna, ekki bikarþynnku eftir fagnaðarlæti síðustu daga í kjölfar sigursins sögulega. Fögnuð þar sem leikmenn fengu fullt leyfi frá þjálfaranum til að sleppa af sér beislinu. 25.9.2024 12:30
HR og HSÍ taka höndum saman: „Engin meðalmennska hér, það er tekið á því“ Mikilvæg skref voru tekin í starfi íslenska kvennalandsliðsins í handbolta í Háskólanum í Reykjavík í dag þegar að leikmenn liðsins gengust undir ítarleg próf sem skila niðurstöðum sem gera vinnu leikmanna og þjálfara markvissari og skipulagðari. 24.9.2024 19:46
Stuðningsmenn gengu berserksgang og þjálfarinn fann fyrir því Stuðningsmenn serbneska liðsins Partizan Belgrad voru allt annað en sáttir með sitt lið sem laut í lægra haldi, 4-0, gegn erkifjendum sínum í Rauðu stjörnunni í gærkvöldi. Þjálfari liðsins hlaut höfuðáverka eftir leik og þá létu þeir óánægju sína bitna á búningsklefa liðsins. 24.9.2024 11:01
Ótrúleg bæting í Bakgarðshlaupinu: „Allt hægt ef viljinn er fyrir hendi“ Þórdís Ólöf Jónsdóttir ætlaði sér að hlaupa þangað til hún gæti ekki meira í Bakgarðshlaupinu sem fór fram um nýliðna helgi. Það varð til þess að hún stórbætti sinn besta árangur í hlaupinu. 24.9.2024 09:01
Fyrirliðinn framlengir og tekur slaginn í Bestu deildinni Alex Freyr Hilmarsson, fyrirliði karlaliðs ÍBV í fótbolta, hefur framlengt samning sinn við félagið og mun því taka slaginn með liðinu í deild þeirra bestu á næsta tímabili. 23.9.2024 15:45
Viðar Ari fjórbrotinn Tímabilinu hjá íslenska atvinnumanninum í fótbolta, Viðari Ara Jónssyni, er að öllum líkindum lokið eftir að hann lenti í hörðu samstuði við annan leikmann í leik með liði sínum HamKam um nýliðna helgi. Viðar Ari er fjórbrotinn á kjálka. 23.9.2024 12:07