Óvissustigi lýst yfir á Norðurlandi Óvissustigi vegna snjóflóðahættu hefur verið lýst yfir á Norðurlandi frá klukkan 20:00 í kvöld, fimmtudag 21. mars. 21.3.2024 22:01
Menntaskólinn við Hamrahlíð vann Gettu betur Lið Menntaskólans við Hamrahlíð tryggði sér Hljóðnemann eftirsótta með sannfærandi sigri á lið Menntaskólans í Reykjavík í úrslitum Gettu betur í kvöld. 21.3.2024 21:50
Vildi fá ökuréttindi án þess að taka prófið og réðst á mann Erlendur karlmaður hefur verið dæmdur í fjórtán mánaða fangelsi fyrir fjölda brota. Hann var meðal annars fundinn sekur um hrinda manni sem reyndi að róa hann niður eftir að starfsmaður Frumherja neitaði að veita honum ökuréttindi án þess að hann tæki bílpróf. Hann var einnig sakfelldur fyrir að senda sprengjuhótanir. 21.3.2024 21:07
Hraun fossar ofan í Melhólsnámu: „Bagalegt“ að missa námuna Hraunið sem kemur upp úr eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni fossar nú ofan í Melhólsnámu, sem hefur verið nýtt við gerð varnargarðanna. 21.3.2024 19:38
Starfsmaðurinn á batavegi og stjórnendum brugðið Starfsmaður Bláa lónsins, sem leitaði á bráðamóttöku í gær vegna öndunarfæraeinkenna af völdum gasmengunar, er á batavegi. Framkvæmdastjóri hjá Bláa lóninu segir að stjórnendum sé brugðið vegna málsins og það sé tekið alvarlega. 21.3.2024 18:45
Hús rýmd á Ísafirði vegna snjóflóðahættu Ákveðið hefur verið að rýma hús á reit 9 undir Seljalandshlíð á Ísafirði frá klukkan 16 í dag, fimmtudag, vegna hættu á snjóflóðum. 21.3.2024 18:04
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Nær ómögulegt er fyrir Landsbankann að hætta við að kaupa TM að mati dósents við Háskóla Íslands. Hætti bankinn við séu allar líkur á að hann baki sér skaðabótaskyldu. Fjármálafyrirtæki hafi undanfarið keypt tryggingafyrirtæki og því ekkert óeðlilegt við kauptilboðið. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 21.3.2024 18:00
Einum til sleppt úr haldi Einum til viðbótar hefur verið sleppt úr gæsluvarðhaldi í tengslum við umfangsmikið mansalsmál. Rannsóknarhagsmunir eru ekki lengur taldir fyrir hendi. 21.3.2024 17:21
Marta hafði betur gegn 38 sem vildu verða sérfræðingur Marta Nordal, fráfarandi leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar, hafði betur gegn 38 umsækjendum um stöðu sérfræðings í sviðslistum hjá ráðuneyti menningarmála. 21.3.2024 08:00
Brýnt að undið verði ofan af kaupunum Þingmaður Viðreisnar segir brýnt að undið verði ofan af kaupum Landsbanks á TM tryggingum. Ekki gangi upp að banki sem er nánast að fullu í eigu ríkisins taki sér það vald, án þess að spyrja kóng eða prest, að að kaupa tryggingafélaga og færa þannig út kvíarnar inn á nýjan markað. Þingmaður Samfylkingar segir fjármálaráðherra hafa brugðist skyldum sínum. 20.3.2024 22:55