Gervigreind Amazon reyndist þúsund Indverjar Verslunarrisinn Amazon hefur ákveðið að hætta notkun tæknilausnar í verslunum sínum, sem gerði viðskiptavinum kleift að taka hluti úr hillunum og einfaldlega labba út. Lausnin er sögð byggð á vinnu um eitt þúsund indverskra láglaunaverkamanna í stað gervigreindar. 4.4.2024 12:17
Lækkar óverðtryggða en hækkar verðtryggða Arion banki hefur breytt inn- og útlánavöxtum bankans frá og með deginum í dag. Óverðtryggðir fastir 3 ára íbúðalánavextir lækka um 0,50 prósentustig og verða 8,95 prósent og verðtryggðir breytilegir íbúðalánavextir hækka um 0,25 prósentustig og verða 4,04 prósent. 4.4.2024 10:07
Vildi aftur einn lækka vexti Svo virðist sem Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika, sé á öndverðum meiði við aðra meðlimi peningastefnunefndar. Annan fund nefndarinnar í röð var hann sá eini sem greiddi atkvæði gegn tillögu seðlabankastjóra um að halda stýrivöxtum óbreyttum. 3.4.2024 16:27
Dæmdur fyrir að skamma níu ára dreng sem hrinti syni hans Karlmaður hefur verið dæmdur í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir barnaverndarlagabrot. Hann var sakfelldur fyrir að taka harkalega í níu ára dreng sem hafði verið að stríða syni hans. 3.4.2024 15:31
Síleskt félag Björgólfs í greiðslustöðvun og hann hrynur niður listann Síleskt fjarskiptafélag Björgólfs Thors Björgólfssonar hefur sótt um greiðslustöðvun í Bandaríkjunum. Á nýútgefnum lista Forbes yfir milljarðamæringa í dollurum talið hrynur Björgólfur um ríflega þrjú hundruð sæti. Hann er eftir sem áður eini Íslendingurinn á listanum. 3.4.2024 13:46
Guðmundur Felix býður fram krafta sína Guðmundur Felix Grétarsson hefur ákveðið að gefa kost á sér í forsetakosningunum í sumar. 3.4.2024 09:06
Sjálfstæðismenn funda um mögulegt framboð Katrínar Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, hefur ákveðið að boða þingflokkinn á fund á morgun í ljósi þeirrar óvissu sem er uppi varðandi mögulegt forsetaframboð forsætisráðherra og áhrif þess. 2.4.2024 14:10
Þarf að bera vitni fyrir framan meintan káfara: Vottorð listmeðferðarfræðings ekki nóg Ung kona þarf að bera vitni fyrir framan mann sem er ákærður fyrir að hafa strokið yfir rass hennar utanklæða á veitingastað þar sem hún var við vinnu. Í staðfestum úrskurði héraðsdóms segir að vottorð listmeðferðarfræðings gefi ekki tilefni til að víkja frá meginreglu um að sakaðar maður fái að hlýða á vitnisburð brotaþola. 2.4.2024 11:49
Enginn handtekinn enn og lögregla þögul sem gröfin Enginn hefur enn verið handtekinn í tengslum við ránið í Hamraborg á mánudag síðustu viku. Lögregla segir rannsókn málsins í gangi en heldur spilunum annars þétt að sér. 2.4.2024 10:32
Reikna með 220 milljörðum króna í tekjur Í afkomuspá Icelandair fyrir árið 2024 er gert ráð fyrir að heildartekjur ársins nemi 220 milljörðum króna. Gert er ráð fyrir tveggja til fjögurra prósenta rekstrarhagnaði af tekjum. 2.4.2024 10:05
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent