Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Árni Sæberg skrifar 9. apríl 2025 15:53 Harpa Jónsdóttir er framkvæmdastjóri LSR, sem er stærsti lífeyrissjóður landsins. Aðsend Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins mun ganga að tilboði ríkisins um uppgjör HFF-bréfa, sem mun greiða fyrir slitum ÍL-sjóðs. Þann 10. mars síðastliðinn voru lagðar fram tillögur um uppgjör HFF-bréfa til að greiða fyrir slitum ÍL-sjóðs. Í tillögunum segir meðal annars að í tengslum við uppgjörið muni ríkissjóður gefa út ný ríkisskuldabréf að fjárhæð 540 milljarða króna, þar sem meðal annars verði gerð upp eldri skuld ríkissjóðs við ÍL-sjóð að fjárhæð 238 milljarða króna, auk þess sem ábyrgð ríkissjóðs á skuldbindingum ÍL-sjóðs verði gerð upp. Fjármálaráðuneytið hefur boðað til fundar með kröfuhöfum á morgun þar sem kröfuhafar munu greiða atkvæði um tillögurnar. Hljóti tillögurnar samþykki 75 prósenta kröfuhafa munu þær verða bindandi fyrir alla kröfuhafa, sem eru að langstærstum hluta lífeyrissjóðir. Í fréttatilkynningu frá LSR segir sjóðurinn hafi yfirfarið tillögurnar vandlega og komist að þeirri niðurstöðu að hagsmunum sjóðfélaga sé best þjónað með því að ganga að tilboðinu. Stjórn LSR hafi því ákveðið á fundi sínum í dag að sjóðurinn muni greiða atkvæði með samþykkt tilboðsins á fundi kröfuhafa á morgun. Lífeyrissjóður Verzlunarmanna greindi einnig frá því í dag að hann muni ganga að tilboði ríkisins. Davíð Rúdólfsson, framkvæmdastjóri Gildis lífeyrissjóðs, sagði aftur á móti í viðtali við Viðskiptablaðið á dögunum að sjóðurinn myndi kjósa gegn tillögunum. Lífeyrissjóðir ÍL-sjóður Tengdar fréttir ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Lífeyrissjóður verzlunarmanna (LV) hefur ákveðið að ganga að tilboði ríkisins um uppgjör skuldabréfa ÍL-sjóðs sem kynnt var á dögunum. 9. apríl 2025 12:41 Hefja viðræður um uppgjör á skuldabréfum ÍL-sjóðs Fjármála- og efnahagsráðherra, fyrir hönd ÍL-sjóðs og íslenska ríkisins, og fulltrúar átján lífeyrissjóða hafa ákveðið að hefja viðræður um uppgjör á skuldabréfum sjóðsins. 23. febrúar 2024 18:54 Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira
Þann 10. mars síðastliðinn voru lagðar fram tillögur um uppgjör HFF-bréfa til að greiða fyrir slitum ÍL-sjóðs. Í tillögunum segir meðal annars að í tengslum við uppgjörið muni ríkissjóður gefa út ný ríkisskuldabréf að fjárhæð 540 milljarða króna, þar sem meðal annars verði gerð upp eldri skuld ríkissjóðs við ÍL-sjóð að fjárhæð 238 milljarða króna, auk þess sem ábyrgð ríkissjóðs á skuldbindingum ÍL-sjóðs verði gerð upp. Fjármálaráðuneytið hefur boðað til fundar með kröfuhöfum á morgun þar sem kröfuhafar munu greiða atkvæði um tillögurnar. Hljóti tillögurnar samþykki 75 prósenta kröfuhafa munu þær verða bindandi fyrir alla kröfuhafa, sem eru að langstærstum hluta lífeyrissjóðir. Í fréttatilkynningu frá LSR segir sjóðurinn hafi yfirfarið tillögurnar vandlega og komist að þeirri niðurstöðu að hagsmunum sjóðfélaga sé best þjónað með því að ganga að tilboðinu. Stjórn LSR hafi því ákveðið á fundi sínum í dag að sjóðurinn muni greiða atkvæði með samþykkt tilboðsins á fundi kröfuhafa á morgun. Lífeyrissjóður Verzlunarmanna greindi einnig frá því í dag að hann muni ganga að tilboði ríkisins. Davíð Rúdólfsson, framkvæmdastjóri Gildis lífeyrissjóðs, sagði aftur á móti í viðtali við Viðskiptablaðið á dögunum að sjóðurinn myndi kjósa gegn tillögunum.
Lífeyrissjóðir ÍL-sjóður Tengdar fréttir ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Lífeyrissjóður verzlunarmanna (LV) hefur ákveðið að ganga að tilboði ríkisins um uppgjör skuldabréfa ÍL-sjóðs sem kynnt var á dögunum. 9. apríl 2025 12:41 Hefja viðræður um uppgjör á skuldabréfum ÍL-sjóðs Fjármála- og efnahagsráðherra, fyrir hönd ÍL-sjóðs og íslenska ríkisins, og fulltrúar átján lífeyrissjóða hafa ákveðið að hefja viðræður um uppgjör á skuldabréfum sjóðsins. 23. febrúar 2024 18:54 Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira
ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Lífeyrissjóður verzlunarmanna (LV) hefur ákveðið að ganga að tilboði ríkisins um uppgjör skuldabréfa ÍL-sjóðs sem kynnt var á dögunum. 9. apríl 2025 12:41
Hefja viðræður um uppgjör á skuldabréfum ÍL-sjóðs Fjármála- og efnahagsráðherra, fyrir hönd ÍL-sjóðs og íslenska ríkisins, og fulltrúar átján lífeyrissjóða hafa ákveðið að hefja viðræður um uppgjör á skuldabréfum sjóðsins. 23. febrúar 2024 18:54