Kennir ráðherrum siðareglurnar áður en hún hættir Forsætisráðuneytið hefur gefið út handbók um siðareglur ráðherra. Handbókin var samin af Siðfræðistofnun Háskóla Íslands að beiðni forsætisráðuneytisins og í samvinnu við ráðuneytið. Í handbókinni eru settar fram skýringar á siðareglum ráðherra ásamt raunhæfum dæmum um túlkun þeirra. 9.4.2024 11:03
Bein útsending: Hlutafjárútboð Play hefst í dag Hlutafjárútboð Fly Play hf. hefst klukkan 10 í dag og lýkur fimmtudaginn 11. apríl 2024 klukkan 16. Opinn kynningarfundur hefst klukkan 10 á skrifstofum Play að Suðurlandsbraut 14. Sýnt verður frá fundinum hér á Vísi. 9.4.2024 09:50
Sver af sér rætna herferð gegn Baldri Ástþór Magnússon sver af sér öll tengsl við Facebook-síðuna Bessastaðabaráttan, þar sem rætinni herferð gegn Baldri Þórhallssyni hefur verið haldið úti. Sama dag og tengslin voru borin upp á Ástþór var síðunni eytt. 7.4.2024 13:03
Funda stíft og reyna að semja áður en Katrín biðst lausnar Leiðtogar ríkisstjórnarflokkanna halda áfram að funda um framtíð stjórnarsamstarfsins í dag. Leiðtogarnir funduðu fram á kvöld í gær eftir stíf fundahöld bróðurpart dagsins. 7.4.2024 10:34
Halla Hrund býður sig fram Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri ákvað um páskana að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands. 7.4.2024 10:01
Vaktin: Katrín situr áfram í bili Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fundaði með forseta Íslands og baðst lausnar. Hún mun sitja áfram í starfsstjórn. 7.4.2024 09:37
Efnahagsmálin, Katrín mætir og staðan á Gasa Ákvörðun forsætisráðherra um að gefa kost á sér í komandi forsetakosningum verður rædd á Sprengisandi í dag. Sérfræðingar kryfja pólitískar afleiðingar og Katrín stendur fyrir máli sínu. 7.4.2024 09:31
Áfram bálhvasst víða en dregur úr í kvöld Djúp lægð suðaustur af landinu gerir það að verkum að hvasst verður víða í dag. Hvassast suðaustantil, þar sem gul veðurviðvörun gildir líkt og á öllu austanverðu landinu. 7.4.2024 08:07
Etna blæs ótrúlegum reykhringjum Eldfjallið Etna á Sikiley, stærsta virka eldfjall í Evrópu, hefur blásið fallegum reykhringjum síðan á miðvikudag. Eldfjallafræðingur segir ekkert fjall hafa blásið jafnmörgum hringjum og Etna gerir nú. 7.4.2024 07:55
Fór út með hundinn og var rændur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til í gærkvöldi eftir að tveir menn réðust á mann sem var út að ganga með hundinn sinn og rændu hann verðmætum. 7.4.2024 07:18
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent